Færsluflokkur: Bloggar
18.4.2010 | 18:08
Að loknum lestri Skýrslunnar
Nú hefur starfsfólk Borgarleikhússins lokið lestri skýrslunnar sem allir munu hafa beðið eftir.
Mér finnst ástæða til þess að þakka fyrir þennan lestur og framtakið sem er einstakt. Þetta verður vonandi til þess að yfirvöld sjá að sér á fleiri en einn hátt. Þetta verður vonandi til þess að stjórnvöldin sjái sig jafnt knúin til þess að koma upplýsingum á framfæri á þann hátt þannig að nær allir geti nálgast þær. Hefði verið til góður íslenskur talgervill myndi hann hafa dugað til þess að lesa skýrslunaa, en ólíkt er nú skemmtilegra áheyrnar að getað hlustað á lifandi lestur. Kærar þakkir Borgarleikhússfólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 10:06
"Góði" engillinn
Hún var á þá leið að einn útrásargvíkingurinn hygðist stefna skilanefnd Glitnis heitins vegna ærumeiðandi framsetningar á kæru ef ég hef skilið rétt. Skilanefndin hafði ekki haldið til haga broskalli sem átti að vera í tölvupóstskeyti sem útrásarvíkingurinn á að hafa sent. Í frétt fjölmiðlanna sagði að áðurnefndur víkingur hafi verið að grínast þegar hann hótaði að verða starfandi stjórnarformaður.
Mér er spurn: Er allt þetta kreppuvafstur bara óraunverulegt grín? Er verið að ofsækja útrásarvíkinginn fyrir að hygla sjálfum sér með einhverjum smá upphæðum, svosum milljárði eða gera eins og svo margir að skara eld að sinni köku?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2010 | 23:19
Gerist nokkuð þegar skýrsla þingnefndarinnar um hrunið kemur út?
Til hvers að birta þessa skýrslu?
Mun eitthvað gerast?
Ég var í kaffi með nokkrum vinum mínum. Einn úr hópnum sem er marg reyndur prentari sagði að þegar menn byrjuðu að lesa hana þá myndi letrið dofna og eyðast.
Því verður ekkert að gert.
Þannig mun allt halda áfram eins og verið hefur.
Þannig munum við frétta enn meira af þeim sem rændu okkur og lifa í óhófi af því að þeir stofnuðu félög til þess að stofna félög sem keyptu eignir af félögum, sem enginn ber a´birgð á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 23:48
Norsk-íslenskt konungsríki og ofurlaun viðreisnarbankastjóra
Nú hefur þróunin orðið sú að bankastjórar viðreistu bankanna eru með brot af þeim launum sem strákarnir sem áður voru í bönkunum skömmtuðu sér vegna þeirra miklu ábyrgðar sem þeir báru en bera nú enga ábyrgð á.
Samt eru nýju viðreisnarbankastjórarnir á hærri launum en ráðherrar ríkisstjórnar lands vors og Guðs.
Þegar ég var formaður í Blindrafélaginu fyrir 5 árum gilti þar sú regla að enginn starfsmaður skyldi vera á hærri launum en framkvæmdastjóri eða formaður félagsins. Þessi regla er víða tíðkuð.
Hvernig stendur þá á því að ráðherrar landsins eru ekki með hæstu launin í ríkiskerfinu?
Ég hef stundum talað um að því er mér finnst ágæta framgöngu Geirs Haarde í málefnum okkar. En Ef Geir er með svona lág laun, hefur hann þá efni á að snupra og gera lítið úr sumum samráðherrum sínum sérstaklega ef þeir eru í Samfylkingunni? Getur Geir ekki snuprað félaga Davíð af því að þeir eru á svipuðum launum eða eru þeir of miklir vinir til þess?
Ætli sjóði ekki upp úr ef laun bankastjóranna verði ekki lækkuð. Þá þyrftu hugsanlega fleiri ríkisforstjórar að fylgja á eftir af því að nú er dýrt að vera Íslendingur, og vonandi fínt.
Nú hefur A.S.Í. samþykkt að stefnt skuli að inngöngu í Evrópusambandið. En á næsta ári eru merk tímamót.
Þá eru liðin 747 ár síðan Norðmenn föluðust eftir Grímsey til eignar. Skyldið landið ekki vera betur komið í norska ríkjasambandinu en Evrópusambandinu. Við hefðum sama kóng og Norðmenn, fengjum að halda tungu okkar samkvæmt norskum lögum og fengjum líklega að vera í friði með menningu okkar en þyrftum að lúta stjórn viturra aðhaldssamra Norðmanna á ýmsum sviðum.
Bloggar | Breytt 25.10.2008 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 09:46
Bankablús eða hefnd?
Svo skemmtilega vill til að ég er að vinna með Flosa Ólafssyni leikara og skáldi. Hann er að lesa bók sína Gamlar syndir sem kemur út á hljóðbók ásamt öðrum góðum bókum nú fyrir jólin. Flosi kenndi mér eftirfarandi vísu:
Nú er úti auravon.
Innistæður hrapa.
Öllu sem ég átti í SPRON
er ég búin að tapa.
Síðast þegar haldið var upp á stórafmæli vegna 11 alda afmælis landnámsins voru ýmsir kvaddir til að yrkja hátíðarljóð. Leikar fóru svo að enginn var nógu góður til þess svo að hátíðarnefndin fékk aldið og gott skáld til þess að yrkja. Með því var komið í veg fyrir að menn einsog Flosi ættu möguleika á að vinna hátíðarljóðasamkeppnina. Skyldi slíkt hafa gerst ef Davíð nágranni minn í Skerjafirði hefði verið kominn til valda með allann sinn leiftrandi húmor og skemmtilegheit?
Núna deila menn um hvort aðgerð seðlabankans til bjargar Glitni sé hefnd Davíðs á ákveðinni stóreignafjölskyldu.
Það er svo sum ekki í fyrsta sinn sem íhaldið reynir með öllum ráðum að koma þeim á kné sem eru ekki réttu megin við það. Slík dæmi er hægt að lesa um á m. a. landsbókasafninu.
En ef seðlabankinn hefur með aðgerð sinni undir forystu Davíðs meint vel kann hún þá ekki að vinda upp á sig?
Hvað með hina bankana.
Hvað gerist ef t. d. Landsbankinn, Kaupþing eða aðrir bankar fara á hliðina? Verður ekki að bjarga þeim á sama hátt?
Hvað gerist ef fyrirtæki utan bankageirans rúlla?
Ég á vini og kunnningja sem reka t. d. tónlistarverslun, tölvufyrirtæki og leigubílastöð svo að eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta þörf þjónustufyrirtæki? Verður þeim komið til bjargar ef þau fara á hliðina? Skyldi endirinn verða sá að þegar allt fer þá muni verða til þjóðfélag með alræði öreiganna?
Skyldi þá Jón Ásgeir verða hæst ráðandi til sjós og lands?
Verður þá ekki að leggja niður forsetaembættið og kalla þjóðhöfðingja vorn Jörund annan?
VErðandi alþýðukonungur myndi sóma sér vel úti í Viðey í Viðeyjarstofu sem Davíð lét endurbyggja af miklum skörungsskap.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008 | 10:08
Koma syndir foreldranna niður á ljósmæðrum?
Hvað merrkja þessi orð?
Baráttu kvenna hefur á margan hátt verið líkt við baráttu fatlaðs fólks fyrir tilveru sinni og menntun. Það er löngu vitað að ríkið nýðist að mörgu leiti á fötluðum og konum, skammtar þeim smá vbita af kökunni til þess að halda þeim góðum.
Í orði hverju eru haldnir fundir og gleðisamkomur til þess að básúna góðvild þeirra sem ráða, en þeir hlutir sem eru taldir sjálfsagðir eru ekki sjálfsagðir fyrir þá sem eru fatlaðir eða eru konur.
Fötluðu fólki eru sköpuð oft láglaunastörf eins og konum og margir berjast með harðfylgi fyrir aukinni menntun og starfsframa en fá ekki notið sín af því að þeir eru fatlaðir. En þó njóta þeir þar að auki öflugs stuðnings margs fagfólks sem lyft hefur grettistaki í málefnum fatlaðra og kvenna, og þokað málum þeirra til betri vegar, en má sín lítils oft fyrir ægivaldi ráðandi afla með fólk eins og formann samninganefndar ríkisins í fararbroddi.
Slíkt hið sama virðist uppi á teningnum með ljósmæðurnar. Þær voru til skamms tíma láglaunastétt sem hún er enn og menntun fremur takmörkuð. Nú hefur hinns vegar verið ráðin bót þar á og ljósmæður hafa sótt aukna og mikla menntun í háskóla landsins.
Ef orð formanns samninganefndar ríkisins eru skoðuð ofan í kjölinn má álykta eftirfarandi:
Öll sú framþróun í kjörum fatlaðra og kvenna sem hefur orðið undanfarna áratugi er til einskis og óþurftar. Best er að hafa hlutina í þeim skorðum sem þeir voru, sum sé hafa fatlað fólk og kvenmenn sem óþurftarláglaunalýð sem nýðast má á.
Þá eru hugmyndir kvenna o fatlaðra gerðar að engu þegar þessir hópar fara fram á jafnrétti til móts við aðra í þjóðfélaginu.
Myndi dýralæknirinn ráðherrann fjármála láta líðast ef t. d. bryndlar þessa lands neituðu að sæða kýr af því að þeir væru á svo lágum launum? Mér eru ógleymanleg orð sem mágkona mín ein lét falla fyrir rúmum 15. árum. Þá vorum við Herdís mín á fæðingardeildinni og hún var að koma syni okkar í heimin. Fæðingin var erfið og ég dáðist að rósemi og æðruleysi starfsfólksins á deildinni og sérstaklega ljósmóðurinnar. Verðandi móðirin, eiginkona mín leið mikið og ég vissi ekkert hvernig ég ætti að bera mig að þegar hún háði baráttuna fyrir lífi þess sem var að koma í heiminn. ég sannfærðist æ betur um að hún væri engin hversdagshetja heldur ofurkvenmaður. Sem betur fer gekk allt vel en illa horfði um tíma. Pilturinn komst óskaddaður í heiminn. Þökk sé ljósmóðurinni og öllu hinu starfsfólkinu á fæðingardeildinni. Hún Dóra mágkona mín orðaði það sem svo þegar hún kom að líta á piltinn nýfæddan að hver einasta barnsfæðing væri kraftaverk og oftar en ekki eiga ljósmæðurnar hlut í slíkum kraftaverkum. Væri ekki ráð fyrir ríkið að skipta um formann í samninganefndinni og gefa þeim sem nú situr þar frí? Annað eins hefur nú gerst, en hann fær kannski að sitja af því að hann er þóknanlegur karlhrokum íhaldsins og þyggur sjálf sagt góð laun fyrir. En maður á víst aldrei að glata voninni fyrir betri tíð og blóm í haga og það er eitt víst að ljósmæður eru hetjur sem berjast fyrir lífi þeirra sem koma í heiminn og það er ekki von nema þær vilji uppskera eins og þær sá með ríkulegri góðvild sinni í þágu barna þessa lands og lýðs. Lái þeim hver sem vill eða hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2008 | 01:34
Ágætis frí í Bandaríkjunum
Leikar fóru svo að við hrifumst svo af svæðinu og fólkinu þar að við festum kaup á helmingi af nýju parhúsi í bæ sem heitir Accident. Okkar hluti er 150 fermetrar að meðtöldum bílskúr og þar hefur aldrei okkur lifandi maður búið fyrr en við nú. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, ágætis stofa, fullkomið eldhús og þvottaherbergi og tvö baðherbergi.
Nágrannarnir eru ágætir, þar á meðal ein gömul kona sem býr á bóndabæ, næsta húsi við okkur. Þar ræktar hún alls konar grænmeti og í garðinum hjá henni er heimsins stærsta eplatré. Konan kom og heilsaði upp á okkur og færði okkur nýbakað brauð. Í gær kom hún svo færandi hendi með eplamauk hið mesta lostæti sem hún hafði gert og sagði okkur velkomið að tína epli af trénu.
Það er stórgottt að vera hér og fátt sem truflar. Nú erum við komin með nettengingu og 75 sjónvarpsrásir, þar sem ekki var hægt að kaupa færri ef við vildum háhraðanettengingu.
Hér verður aldrei of heitt, hitinn fer vart upp fyrir 30 stig á celsius og yfirleitt er gola eða andvari sem sér um að halda hitanum í skefjum.
Á veturna eru staðviðri meiri en í henni Reykjavík, en snjóþyngsli geta orðið allnokkur, allt að þriggja metra skaflar. Seinna meir skal ég kynna mér betur allar staðreyndir og upplýsa nánar um veðurfar og gróður og fleira ásamt því að setja myndir af húsinu inn á þessa síðu.
En það er furðuleg að hægt sé að kaupa svo stórt og fullkomið sumarhús eða frístundahús fyrir um 185 þúsund dali þegar margfalt minni frístundabústaðir kosta á Fróni miklu meira. En tilfinningin að koma hingað og í sitt eigið er ólýsanleg. En við heyrum af fellibyl sem er að skella á strönd Mexiko-flóa og kemur til með að valda miklum usla. Við finnum ekki mikið fyrir honum hér nema þá hér kemur skýfall öðru hvoru og stundum blæs dálítið hressilega.
Nú velta Bandaríkjamenn fyrir sér forsetakosningunum. Margir dá núverandi forseta og telja honum meðal annars það til gildis að hann skuli vera kristinn. Aðrir hafa allt á móti honum. Það vakti mikla athygli sem þið hafið eflaust heyrt þegar forsetaframbjóðandinn John McCain valdi sér unga og nær óþekkta konu í stjórnmálum. Sú hefur tekið þátt í stjórnmálum í Alaska og vann sér það til frægðar að standa uppi í hárinu á karlaveldinu þar. Einn annað hvort þingmaður eða ríkisstjóri hafði til afnota einkaþþotu. Varaforsetaefnið sú hin unga kona barðist mjög á móti þessu og vann svo þingmanninn eða ríkisstjórann í kosningu og erfði þar af leiðandi þotuna. Hún losaði sig við hana til þess að spara og seldi hana á Ebay.
Hvenær skyldu stjórnmálamenn vorir gera slíkt?
en En Obama valdi sér reynslubolta í stjórnmálum og aðal umræðan gengur út á það að Obama hafi svo litla þekkingu og reynslu í stjórnmálum að það muni há honum. Hann hafi verið 4 ár í pólitík og þar af notað þrjú ár til þess að berjast fyrir frama sínum.
Þá virðist enn lítið lát á húsnæðiskreppunni hér og sumt fólk hefur fyllst svo mikilli örvæntingu að það gengur út úr húsum sínum og skilur allt eftir, t. d. persónuskilríki og leikföng barna sinna og lætur sig hverfa. En veðurspáin er góð og vonandi eykst bjartsýni fólks hér og geta innan skamms.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 21:21
Kvöldgestir Jónasar og nýr útvarpsþulur
Jónas fór gjörsamlega á kostum í spjalli við Ragnheiði og mátti vart á milli heyra á köflum hvort ræddi við hvort, Jónas eða Ragnheiður. Jónas rakti ýmsar skemmtilegar minningar sínar úr Útvarpinu og Ragnheiður fléttaði svo skemmtilega inn í. Hún talaði opinskátt um líf sitt og sinna og sagði frá þeim veikindum sem urðu til þess að hún varð að hætta sem útvarpsþulur.
Mig rámar fyrst í Ragnheiði þegar ég var tæpra 10 ára illa haldinn af flensu hér í henni Reykjavík. Var svo veikur að móðir mín blessunin sem verður 100 ára á morgun, kom suður frá vestmanaeyjum til þess að vitja um mig og bróður minn. Þá voru tvær stelpur að reyna sig í Útvarpinu og önnur þeirra, Ragnheiður Ásta varð langlífari þar í rúm 44 ár.
En nú er komin ný kvenrödd sem þulur í útvarpið. Það er rödd Önnu Einarsdóttur leikkonu. Anna er ein besta kvenrödd sem komið hefur að þularhljóðnema í áratugi. Hún er mikill happafengur fyrir Ríkisútvarpið ásamt Sigríði Guðmundsdóttur sem allt of sjaldan heyrist í. Það mætti gera meira af því að þulir persónugerðu Rás 1 en nú er. T. d. kynna sig oftar en nú er gert. Þá myndi gamla vináttutilfinningin koma aftur einsog á tímum Ragnheiðar Ástu, Jóhannesar Arasonar, Jóns Múla, Péturs Péturssonar, Gerðar G. Bjarklind sem enn er að og fleiri.
Bloggar | Breytt 10.8.2008 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)