Færsluflokkur: Fjármál

Verður gerð árás á Kaupþing og því rústað?

Nokkru áður en ósköpin dundu yfir í október á liðnu ári fjárfestum við hjón lítillega í bönkum þessa lands. Þar á meðal Kaupþingi. Upphæðin var ekki há, aðeins sjö stafa tala og það fremur lág miðað við allar þær stórtölur sem viðgengust.
Okkur var sagt að bankar væru einna öruggasta fjárfestingin.
Þetta er ekkert nýtt sem ég er að segja, í rauninni endurtekning af því sem þúsundir Íslendinga hafa að segja þessa dagana.
Nú kemur í ljós að þegar ég og þúsundir annarra hef tapað fjármunum mínulm hafði ég ekki hugmyndaflug til þess að fara fram á að bankinn lánaði mér fyrir andvirði hlutabréfanna og að ég myndi fá arð af því sem ég hefði hugsanlega aldrei greitt. Svo kom í ljós að þeir sem voru nógu stórtækir fengu felldar niður ábirðir af hlutafjárloforðum sínum þegar stjórnendur vissu að allt myndi hrynja.
Og síðustu fréttir benda til óhóflegrar spillingar, græðgisvæðingar og sukks.
Hvað gerist?
Hvenær grípur almenningur til sinna ráða og efnir til borgarastyrjaldar gegn þeim sem komu okkur á kaldan klaka?
Hvursu langt er langlundargeð okkar Frónbúanna?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband