Norsk-íslenskt konungsríki og ofurlaun viðreisnarbankastjóra

Mig rámar í að fólk hér á landi hafi stundum fjargviðrast út í laun æðstu embættismanna ríkisins, ráðherra og alþingismenn. Þegar bankastjórar og formenn bankaráða fóru að skammta sér ofurlaun fyrir 4 til 5 árum þá fyrst ofbauð öllum.
Nú hefur þróunin orðið sú að bankastjórar viðreistu bankanna eru með brot af þeim launum sem strákarnir sem áður voru í bönkunum skömmtuðu sér vegna þeirra miklu ábyrgðar sem þeir báru en bera nú enga ábyrgð á.
Samt eru nýju viðreisnarbankastjórarnir á hærri launum en ráðherrar ríkisstjórnar lands vors og Guðs.
Þegar ég var formaður í Blindrafélaginu fyrir 5 árum gilti þar sú regla að enginn starfsmaður skyldi vera á hærri launum en framkvæmdastjóri eða formaður félagsins. Þessi regla er víða tíðkuð.
Hvernig stendur þá á því að ráðherrar landsins eru ekki með hæstu launin í ríkiskerfinu?
Ég hef stundum talað um að því er mér finnst ágæta framgöngu Geirs Haarde í málefnum okkar. En Ef Geir er með svona lág laun, hefur hann þá efni á að snupra og gera lítið úr sumum samráðherrum sínum sérstaklega ef þeir eru í Samfylkingunni? Getur Geir ekki snuprað félaga Davíð af því að þeir eru á svipuðum launum eða eru þeir of miklir vinir til þess?
Ætli sjóði ekki upp úr ef laun bankastjóranna verði ekki lækkuð. Þá þyrftu hugsanlega fleiri ríkisforstjórar að fylgja á eftir af því að nú er dýrt að vera Íslendingur, og vonandi fínt.
Nú hefur A.S.Í. samþykkt að stefnt skuli að inngöngu í Evrópusambandið. En á næsta ári eru merk tímamót.
Þá eru liðin 747 ár síðan Norðmenn föluðust eftir Grímsey til eignar. Skyldið landið ekki vera betur komið í norska ríkjasambandinu en Evrópusambandinu. Við hefðum sama kóng og Norðmenn, fengjum að halda tungu okkar samkvæmt norskum lögum og fengjum líklega að vera í friði með menningu okkar en þyrftum að lúta stjórn viturra aðhaldssamra Norðmanna á ýmsum sviðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband