"Góði" engillinn

Í morgun, 9. apríl birtist í fjölmiðlum mjög skemmtileg kreppufrétt.
Hún var á þá leið að einn útrásargvíkingurinn hygðist stefna skilanefnd Glitnis heitins vegna ærumeiðandi framsetningar á kæru ef ég hef skilið rétt. Skilanefndin hafði ekki haldið til haga broskalli sem átti að vera í tölvupóstskeyti sem útrásarvíkingurinn á að hafa sent. Í frétt fjölmiðlanna sagði að áðurnefndur víkingur hafi verið að grínast þegar hann hótaði að verða starfandi stjórnarformaður.
Mér er spurn: Er allt þetta kreppuvafstur bara óraunverulegt grín? Er verið að ofsækja útrásarvíkinginn fyrir að hygla sjálfum sér með einhverjum smá upphæðum, svosum milljárði eða gera eins og svo margir að skara eld að sinni köku?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband