Bankablús eða hefnd?

Í gær hlustaði ég með athygli á þau Agnesi Bragadóttur blaðamann og Sigurð Guðjónsson hæstaréttarlögmann þrefa um nýjasta útspil seðlabankans. Það veður enginn yfir hana Agnesi.
Svo skemmtilega vill til að ég er að vinna með Flosa Ólafssyni leikara og skáldi. Hann er að lesa bók sína Gamlar syndir sem kemur út á hljóðbók ásamt öðrum góðum bókum nú fyrir jólin. Flosi kenndi mér eftirfarandi vísu:
Nú er úti auravon.
Innistæður hrapa.
Öllu sem ég átti í SPRON
er ég búin að tapa.
Síðast þegar haldið var upp á stórafmæli vegna 11 alda afmælis landnámsins voru ýmsir kvaddir til að yrkja hátíðarljóð. Leikar fóru svo að enginn var nógu góður til þess svo að hátíðarnefndin fékk aldið og gott skáld til þess að yrkja. Með því var komið í veg fyrir að menn einsog Flosi ættu möguleika á að vinna hátíðarljóðasamkeppnina. Skyldi slíkt hafa gerst ef Davíð nágranni minn í Skerjafirði hefði verið kominn til valda með allann sinn leiftrandi húmor og skemmtilegheit?
Núna deila menn um hvort aðgerð seðlabankans til bjargar Glitni sé hefnd Davíðs á ákveðinni stóreignafjölskyldu.
Það er svo sum ekki í fyrsta sinn sem íhaldið reynir með öllum ráðum að koma þeim á kné sem eru ekki réttu megin við það. Slík dæmi er hægt að lesa um á m. a. landsbókasafninu.
En ef seðlabankinn hefur með aðgerð sinni undir forystu Davíðs meint vel kann hún þá ekki að vinda upp á sig?
Hvað með hina bankana.
Hvað gerist ef t. d. Landsbankinn, Kaupþing eða aðrir bankar fara á hliðina? Verður ekki að bjarga þeim á sama hátt?
Hvað gerist ef fyrirtæki utan bankageirans rúlla?
Ég á vini og kunnningja sem reka t. d. tónlistarverslun, tölvufyrirtæki og leigubílastöð svo að eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta þörf þjónustufyrirtæki? Verður þeim komið til bjargar ef þau fara á hliðina? Skyldi endirinn verða sá að þegar allt fer þá muni verða til þjóðfélag með alræði öreiganna?
Skyldi þá Jón Ásgeir verða hæst ráðandi til sjós og lands?
Verður þá ekki að leggja niður forsetaembættið og kalla þjóðhöfðingja vorn Jörund annan?
VErðandi alþýðukonungur myndi sóma sér vel úti í Viðey í Viðeyjarstofu sem Davíð lét endurbyggja af miklum skörungsskap.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband