Hver á Ísland?

Þessi helgi hefur verið mjög skemmtileg. Ég er svo heppinn að starfa með góðum sönghópi sem kallast Sönghópur Á.T.V.R. Stjórnandinn er skemmtilegur og söngfélagarnir bráð skemmtilegir. Við syngjum eingöngu lög frá fallegasta landi í heimi, Vestmannaeyjum.
Í gær byrjuðum við að undirbúa hljóðritun geisladisks. Og í dag fór ég á tvenna tónleika. Þeir fyrri vorum eð Nordic affect ef ég skrifa nafnið rétt í Þjóðmenningarhúsinu. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni 250 ára ártíðar Hendels og voru gargandisnilld. Sérstaklega síðasta verkið sem mér fannst vera gamaldags nútíma poppútsetning á einni svítunni úr Vatnatónlist tónskáldsins sem Hugi Guðmundsson samdi.
Hinir tónleikarnir voru tónleikar Íslenska flautukórsins haldnir í Neskirkju. 19 konur og einn karl. Blístrandi ffalllegt.
Þrátt fyfir alla þessa menningarneyslu sækja á mig áhyggjur vegna næsta laugardags. Ég er í vandræðum hvað ég muni kjósa.
Lýðræðishreyfing Ástþórs finnst mér sógun á almannafé. Forsprakkinn hagar sér eins og angi uppfullur af frekju og ofstopa þykir mér. Kallar mann og annan glæpamann. Hvernig skyldi þjóðfélagið verða ef slíkir menn kæmust til valda sem mér virðast fulllir af vænisýki sem mér er sagt að flokkist undir eina tegund geðsýki?
Í Frjálslynda flokknum á ég ágæta vini. En flokkurinn hefur verið óheppinn á margan hátt. Mér virðist að sá sem kalla mætti ofstopamann verði ekki til þess að laða fólk að flokknum í Reykjavík.
Borgarahreyfingin hefur margt sér til ágætis. Sérstaklega Þráin Bertelsson. Framsókn er alltaf til í slaginn og opinn í alla enda. íhaldið hef ég ekkert um að segja.
Þá eru það Vinstri grænir og samfylkingin. Það kemur í ljós á hvorn bókstafinn ég hitti næsta laugardag.
En hugurinn reikar víða og ég velti fyrir mér hverjir eigi Ísland. Eigum við landi?
Samkvæmt kenningu Gyðinga sem halda því fram að Guð hafi gefið þeim Ísrael ættu Írar að búa hér nema að Ísland sé gjöf Guðs til okkar. . Segir ekki Ari fróði frá því í Íslendigabók að hér hafi búið papar, írskir einsetumenn? Þeir voru kristnir en forfeður okkar hund heiðnir. Hvort gaf Guð þeim landið eða Írunum? Ætli þeir hafi engar kerlingar haft sér til ráðuneytis? En ef þeir hefðu fengið að vera í friði fyrir forfeðrum okkar er eins víst að þjóðflutningar hefðu byrjað frá Írlandi og hingað þannig að Ísland er í rauninni hjálenda Íra og við eigum margt sameeiginlegt með þeim t. d. þessa makalausu sönghefð sem blómstrar einna best í Vestmannaeyjum. Eru þá nútíma Ísraelsmenn ekki innrásarmenn á land Palestínumanna en reyndar segir í þeirri helgu bók að Guð hafi gefið þeim landið. En glutruðu þeir ekki landinu fyrir einhvern óskunda? Hví skyldi Guð ekki hafa haldið yfir þeim verndarhendi svo að þeir hefðu þá haldeið landinu? Spyr sá sem ekki veit um hver eigi hvaða land.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband