Margt býr í þokunni. Fyndinn sakamálaleikur

Í kvöld fórum við frúið mitt á bráðskemmtilegt sakamálaleikrit. Leiklistarfélag Seltjarnarness er að sýna leikritið í Félagsheimili Seltjarnarness þessa dagana og taka sjö manns þátt í sýningunni undir leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Leikritið Margt býr í þokunni eftir Dinner og Morum segir frá þremur ólánskonum sem ákveða að strjúka frá fátækrahæli. Þær lenda í ótrúlegum ævintýrum og fremja hluti sem eru allt að því mjög saknæmir. Ég vissi að leikritið væri skemmtilegt af því að einn góður vinur minn úr Á. T. V. R. fer með eitt hlutverkanna þar.
Það er óhætt að hvetja fólk til þess að bregða sér á þessa leiksýningu í Félagsheimili Seltjarnarness. Þarna er ágæt skemmtan sem kitlar hláturtaugarnar og er um leið spennandi og góð. Sýningar verða á fimmtudaginn, þriðjudag og fimmtudag í næstu viku kl. 20 og svo lýkur sýningunum kl. 14 sunnudaginn 10. maí. Ég og frúið skemmtum okkur og þökkum kærlegaf fyrir ánægjulegt kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband