Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Hugræn atferlismeðferð við þunglyndi skilar árangri

Í sumar birtist á Rás 2 viðtal við norskan sálfræðing sem starfar í Bretlandi við hugræna atferlismeðferð við þunglyndi. Slíkri meðferð er t. d. beitt við áfengissýki og við þunglyndi margs konar.
Í viðtalinu kom fram að bresk stjórnvöld hyggist bjóða allt að 900.000 manns slíka meðferð því að sannað er að hugræn atferlismeðferð getur hjálpað fólki sem á við þunglyndi að etja að ná áttum og komast aftur út á innumarkaðinn. Þá hyggjast bresk heilbrigðisyfirvöld fjölga slíkum meðferðarúrræðum upp í um 2.3 milljónir á næsta ári ef ég man rétt.
Í hugrænni atferlismeðferð eru lyf ekki notuð heldur er fólk aðstoðað til þess að takast á við mál sín.
Brynjar Halldórsson starfar sem klínískur sálfræðingur á Landspítalanum en er nú í tímabundnu leyfi í Bretlandi þar sem hann vinnur við hugræna atferlismeðferð við þunglyndi. En á Landspítalanum hefur slíkri meðferð verið beitt í nokkur ár.
Ég hitti Brynjarúti í Frakklandi um daginn og bað hann að segja mér frá hugrænni atferlismeðferðvið þunglyndi og fjalla um árangur hennar.
Viðtalið fylgir hér í hljóðskrá, en einnig má heyra það á Völdum greinum, hljóðtímariti Blindrafélagsins sem er á heimasíðu félagsins. www.blind.is Tengill á hljóðtímaritið fylgir hér. http://www.blind.is/valdar_greinar/nr/1163
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband