Færsluflokkur: Dægurmál
16.6.2012 | 12:26
Afmælistónleikar til heiðurs syr Paul McCartney á mánudagskvöldið 18. júní í Eldborgarsal Hörpu
http://midi.is/tonleikar/15/253/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2012 | 09:13
Sönghópur Átvr með tónleika 12. maí næst komanda. Tileinka höfundi þessarar síðu fyrri hluta tónleikanna
Vinir mínir í Sönghópi Átvr hafa sýnt mér þá einstöku vinsemd og heiður að tileinka mér fyrri hluta tónleika sem haldni verða 12. maí næst komanda.
Set fréttatilkynninguna hér fyrir neðan.
Sönghópur ÁtVR heldur tónleika í Reykjavík 12. maí.
Fyrri hluti tónleikanna tileinkaður Gísla Helgasyni í tilefni 60 ára afmælis hans 5. apríl sl.
Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) heldur tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík, laugardaginn 12. maí kl. 15. Á efnisskránni eru Eyjalög og textar.
Stjórnandi er Hafsteinn G. Guðfinnsson.
Miðasala er við innganginn en aðgangseyrir er kr. 2000 og eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Þetta er í þriðja skiptið sem Sönghópurinn heldur vortónleika. Að þessu sinni leikur fimm manna hljómsveit með hópnum, (Föruneyti G. H.,
Árni Áskelsson á slagverk, Ársæll Másson á gítar, Gísli Helgason á blokkflautur, munnhörpur og fleira, Þórólfur Guðnason á bassa og Hafsteinn Guðfinnsson á gítar.
Í þetta sinn verður fyrri hluti tónleikanna tileinkaður lögum Gísla Helgasonar blokkflautuskálds og lagasmiðs í tilefni þess að hann varð nýlega 60 ára en Gísli er í sönghópnum.
Á seinni hluta tónleikanna verða flutt lög og textar úr Eyjum eftir ýmsa höfunda þar á meðal Oddgeir Kristjánsson. Upplýsingar um tónleikana eru á heimasíðu Átthagafélagsins: http://atvreyjar.123.is/
Sönghópurinn hefur verið starfandi í sjö ár og eru félagar um fjörtíu talsins. Æft er reglulega yfir vetrartímann í Kiwanishúsinu í Kópavogi. Með hópnum starfa þrír hljóðfæraleikarar að staðaldri. Aðalverkefni hópsins er að halda á loft lögum og textum úr Vestmannaeyjum en þar er af nógu að taka. Hópurinn hefur sungið víða á Reykjavíkursvæðinu síðustu árin við ýmis tilefni, haldið tónleika í Vestmanneyjum og Reykjavík og einu sinni farið í söngferð erlendis. Sönghópurinn hefur gefið út einn geisladisk með 15 lögum sem heitir â€œÍ æsku minnar spor” og hefur honum verið vel tekið. Diskurinn verður til sölu á tónleikunum.
Félagar í Sönghóp ÁtVR vonast til að sjá sem flesta, sem áhuga hafa á sönglist úr Vestmannaeyjum, á tónleikunum í kirkju Óháða safnaðarins þann 12. maí kl. 15.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 21:39
Er velferðarráðherrann fallinn á prófinu?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2011 | 14:05
Guðfinna Gyða Guðmundsdóttir tækniteiknari, Ninna - minning
Í gær var hringt til mín og sagt að hún Ninna hefði dáið mánudaginn 21. febrúar. Ninna starfaði alla tíð sem tækniteiknari og var mjög fær á því sviði.
Þegar ég var í þriðja bekk í M. R., ásamt tvíburabróður mínum, var eitt af þeim vandamálum sem þurfti að glýma við stærðfræði, flatarmálsfræðin.
Rósa Guðmundsdóttir, einn stofnenda Blindrafélagsins, systir Ninnu, bað hana að búa til upphleyptar myndir hand okkur tvíburum. Ninna gerði það og eftir það tókust góð kynni með okkur.
Ekki hittumst við oft, en samfundirnir og spjallið varð alltaf jafn innilegt og skemmtilegt. Ninna er einhver sú jákvæðasta og fordómalausasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún átti létt með að setja sig í spor annarra og gat séð spaugilegar hliðar á há alvarlegum málum.
Fyrir réttu ári, um það bil sem hún varð 85 ára, tók ég viðtal við hana fyrir hljóðtímarit Blindrafélagsins, Valdar greinar. Þar sagði Ninna frá æsku sinni og Rósu systur hennar, en þær voru alla tíð nánar og handgengnar hvor annarri. Ninna lýsir því á lifandi hátt hvernig þær gerðu margt saman, fóru í erfiðar gönguferðir og allt eftir því.
Í lok viðtalsins heyrist upptaka þar sem Rósa Guðmundsdóttir raular frumsamin brag um stofnun Blindrafélagsins. Braginn flutti hún á 40 ára afmælishófi félagsins, 19. ágúst 1979. Arnþór Helgason hljóðritaði.
Ég læt viðtalið við hana Ninnu, ásamt söng Rósu systur hennar fylgja hér og minnist þessarar góðu vinkonu minnar með hlýju og virðingu.
Rétt fyrir jólin síðustu hittumst við og þá sagði hún mér að hún ætti kannski hámark fimm mánuði ólfifaða. Mánuðirnir hérna megin urðu aðeins færri. Hún er nú horfin til annars heims og stendur vafalaust við það loforð sem hún gaf mér að svífa um sem léttfleygur engill og gæta að vinum sínum hérna megin.
Ég er viss um að við komu hennar mun glaðværðin í himnaskaranum aukast um 85% og Ninna mun smita glaðværð sinni og góðvild til allra.
Blessuð sé minningin um hana Ninnu.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2011 | 21:45
Hljóðleiðsögn í strætó í Reykjavík - frábært?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2010 | 09:22
forsetabull og blaður
Í gær rak hann augun í blog sem sameiginlegur vinur okkar að vestan skrifaði þar sem segir að forsetinn sé fífl.
Mér fannst þetta furðuleg fullyrðing þar sem ég held að forsetinn sé ekki fífl. En hann blaðrar full mikið að mínum dómi.
Nú hræðir hann útlendinga með hugsanlega væntanlegu eldgosi úr Kötlu.
Hvað með Reykjaness svæðið. Gæti ekki eins farið að hitna undir þar í kring og á Bessastöðum?
Ég minni á að Helgafell á Heimaey eða umhverfið þar um kring var talin útkulnuð eldstöð. En að mörgum óvörum vaknaði hún til lífsins.
Eftir að núverandi forseti tók við embættinu hafa grínarar landsins keppst um að hæða embættið og það kannski að vonum. Engum datt þetta í hug í tíð frú Vigdísar eða Kristjáns Eldjárn svo að þau tvö séu nefnd, enda er frú Vigdís sönn landsmóðir sem allir virða og dá og gerir engan manna mun. ´Kristján var svipaður, góður landsfaðir og með afbrigðum skemmtilegur eins og Vigdís. Bæði áttu þau hug og hjörtu landsmanna.
Það væri líklega gott fyrir forsetann nú verandi að hafa í huga:
Að þegja er gull
að tala er silfur.
Þá mætti hann líka hafa í huga vísuna sem ungur maður, nú lands frægur kvað eitt sinn:
"Raupsamur ég oftast er.
All margi það segja.
Helst það myndi henta mér
heimskum manni að þegja".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 15:45
Af fermingunni minni
Um daginn áttum við ritstjóri Frétta í Vestmannaeyjum erindi hvor við annan. Því lyktaði ágætlega og dróst ég á að hripa niður nokkrar minningar um ferminguna mína.
Mig rámar í að ég hafi fermst 29. maí 1966 frá Landakirkju. Dagsetningin er á reiki hjá mér af því að á sálmabók sem ég fékk í fermingagjöf stendur 30. maí. Það var einhvert rugl í gangi með fermingardagsetninguna en við vorum svo mörg minnir mig fermingarsystkinin að það varð að ferma tvo daga í röð. Kannski er þetta vitleysa hjá mér.
Fermingarundirbúningurinn var nokkuð venjulegur. Tveir prestar í Eyjum, báðir ágætis menn, þeir séra Jóhann hlíðar, K.F.U.M. maður mikill og dulítill grallari í sér. Og svo séra Þorsteinn Lúter J'onsson sem var giftur stelpu frá Litlu Hólum, henni Júllu Matt systur Boga á Litlu Hólum. þau prestsjjónin, Þorsteinn og Júlía og foreldrar mínir voru miklir vinir og þau komu alltaf í mat á aðfangadagskvöld til okkar ásamt syni sínum honum Smára, en við vorum leikfélagar.
Mig rámar eitthvað í að þeir prestar fræddu okkur fermingarbörn um trúna og orðið og fóru í gegnum hitt og þetta úr Biblíunni. Annar prédikaði um líknsaman guð, hjá hinum var Guð dulítið strangari. Báðir settu fram mál sitt þannig að sum okkar tóku vel eftir og hugleiddu.
Ég var með þeim ósköpum gerður að vera latur við að læra sálma og vers og önnur kvæði. Séra Þorsteinn setti okkur fyrir að fara með eitt vers í hvert skipti sem við mættum til spurninga. Mönnum tókst yfirleitt vel upp og stelpurnar voru oft betri en við peyjarnir. Svo kom að mér að læra vers og fara með. Ég hafði þann háttinn á að byrja að læra versið daginn áður en spurningar hófust og náði því auðvitað engan veginn. Ég hugsaði ráð mitt.
Nú voru góð ráð dýr.
Í versinu kom fyrir orðið frost og funi. Ég byrjaði á að fara með versið, kunni fyrstu fjórar línurnar og sagði af ásettu ráði frost og eldur í staðinn fyrir frost og funa. Þegar það gerðist gerði ég mér upp fát og sagðist hafa mismælt mig og ætlaði að byrja aftur. Séra Þorsteinn stoppaði mig, hélt tölu um að þetta væri dæmi um hvernig fermingarbörn ættu að hugleiða það sem þeim væri sett fyrir og taldi þessi mismæli mín bera vott um skíra hugsun og þekkingu á orðsins list. Hann sagði að ég þyrfti ekki að klára versið og mikið varð ég feginn, en skammaðist mín ekki fyrr en mörgum árum síðar.
Þegar sjálf fermingi nálgaðist fórum við sum að velta því fyrir okkur hvað við þyrftum að borga prestunum í fermingartoll.
Ég spurði annan prestinn hvað ég og tvíburabróðir minn ættum að borga. Hann sagði að við myndum greiða eitt gjald, það væri vaninn þegar tveir fermdust frá sama heimili. Eitthvað var ég efins og spurði hinn prestinn. Hann btrást frekar illa við og sagði harrkalega að við borguðum eins og tveir einstaklingar. Ég hváði við og sagði hvað annar presturinn hefði sagt.
Þá varð hinn snakillur, hálf hvæsti á mig: "Hann getur þá hirt fermingartollinn ég þarf ekkert".
Þetta hafði djúp áhrif á mig og bætti svo ekki álit mitt á prestum þegar einn presta þjóðkirkjunnar vísaði mér og fleirum til andskotans í gosinu, sagði að allt sem frá mér og félögum mínum kæmi væri beint úr svartasta dýki helvítis.
Svo þegar viðð bræður komum upp í landakirkju að greiða fermingartollinn gerði ég það samkvæmt tillögu föður míns að hafa tvær greiðslur í lokuðu umslagi. Þegar við komum í kirkjuna, sat annar prestanna í miðjum kórnum með stóra skjóðu milli fóta sér, tók við fermingartollinum og stakk ofan í skjóðuna. Ég gekk til hans og rétti honum lokað umslagið. Fékk greiðslu fyrir eina fermingu þannig að vafamál er hvor borgaði, ég eða bróðir minn. Kannski erum við þá hálf fermdir eftir allt saman.
Fermingardagurinn rann upp með miklum spenningi og eftirvæntingu. Mig rámar í að á fermingardagsmorguninn hafi verið lágskýjað í Eyjum nema mikil nærsýni mín hafi skapað þessi ský. Tals vert af ættingjum höfðu komið úr Reykjavík og stórfj´ölskyldan hélt vel saman á þeim árum og aðal vettvangur hennar var að heimili foreldra minna að Heiðarvegi 20. Við vorum þrír frændur á sama aldri, við Arnþór og Helgi frændi okkar Guðmundssonk, sonur Muggs bróður míns sem er tæpum tveimur mánuðum eldri en við Arnþór. Við vorum uppi í herbergi og ákváðum að þrusa á segulbandstækið uppáhaldslaginu okkar allra, "I can get no satisfaction". Spiluðum þetta þrisvar og svo gengum við Arnþór upp í Landakirkju að skrýðast fermingarkirtlunum. Fermingarbörnum var raðað upp stigann í Landakirkjuturn eftir stafrófsröð. Við Arnþór gengum á eftir prestunum. Skömmu áður en orgelspilið hófst þá heyri ég að einn vinur minn mjög aftarlega í röðinni segir við þann sem var við hliðina á honum: "Jæja. Nú rekum við prestana og öll svínin á undan okkur. Félaginn sagði ha og þá endurtók fermingarpilturinn orð sín og með það gengum við inn í kirkjuna, prúð og stilt og flest falleg.
Ég man lítið eftir athöfninni sjálfri, það hafði lítil áhrif á mig að segja já. Veislan sem foreldrar mínir héldu var stórkostleg og gjafir og skeyti miklar. Það voru margir sem sendu okkur bræðrum kveðjur. og færðu okkur dýrindis gjafir.Áhrifamest þótti mér að ganga til altaris með móður minni daginn eftir. Þá skildi ég í rauninni hvað í þessari athöfn hófst og fermingarheitinu.
Fáum dögum síðar lögðum við Arnþór upp í tónleikaferðallag með Magnúsi Sigurðssyni skólastjóra Hlíðarskóla í Reykjavík að safna fé fyrir Hjálparsjóð æskufólks sem Magnús hafði stofnað. En það er önnur saga.
Gísli Helgason blokkflautuskáld
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 08:16
Eldgosinu í Eyjafjallajökli mótmælt
Ástæðan er sú að eldgosið veldur ófyrirsjáanlegum spjöllum á helstu náttúruperlum landsins, svo sem Þórsmörk og Fimmvörðuhálsi.
Fararstjóri verður Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi sem er marg reyndur náttúruvinur.
Farið verður sem leið liggur upp að Einhyrningi og framinn gjörningur þar. Ólafur mun lesa upp magnað ákvæðisljóð sem hann hefur ort í tilefni fararinnar.
Þyrla verður til taks til þess að fólk fái að sjá gosið betur og náttúruspjöllin sem nú þegar hafa verið unnin. Notuð verður þyrla Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns en hann hefur góðfúslega lánað hana í þessum tilgangi.
Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni stundvíslega kl. 12:50 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2009 | 19:12
Brekkusöngur eða brekkugarg
Ég hef notið þess á margan hátt að hlusta á Ríkisútvarpið um verslunarmannahelgina og staðnæmdist stundum við rás 2.
Þar fór einn dagskrárgerðarmaðurinn, Guðni Már Henningsson mikinn um brekkusönginn í Eyjum og taldi þingmanninn sem raular fyrir Eyjamenn eða gargar af hjartans lyst upphafsmann brekkusöngsins.
Í viðtali sem ég átti við Ása í Bæ og flutt var 2. ágúst 1974 sagði Ási frá því að hann hefði á fjórða áratug liðinnar aldar efnt til svo kallaðs brekkusöjgs eins og hann kallaði það, þannig að Ási er upphafsmaður brekkusöngsins.
N nú eru ýmsir farnir að taka upp á þessum sið sem er annað hvort kallaður brekkusöngur eða bryggjusöngur. Í gærvkvöldi var á Stokkseyri bryggjusöngur sem Ólafur Þórarinsson sem löngum er kenndur við hljómsveitina Mána stóð fyrir. Ólafur eða Labbi er stór góður gítaristi og frábær söngvari.
Ég velti fyrir mér hvort útvarpsmenn séu að gera grín að okkur Vestmannaeyingum með því að útvarpa gargi þingmannsins úr Eyjum.
Ég hef verið að vinna í ævisögu Péturs Kristjánssonar söngvara sem lést um aldur fram. Ævisaga Péturs kemur senn út á hljóðbólk í snilldar lestri Gísla Rúnars Jónssonar leikara og rithöfundar.
Ein síðasta hljómsveitin sem Pétur var með kallaðist Gargið og pétur talaði um það að garga hitt og þetta yfir fólk. Pétur var einn besti söngvari sinnar tíðar, söng vel og gargaði af krafti. Þess vegna væri ástæða að tala um brekkugarg og bryggjusöng og útvarpsmenn mættu hafa í huga að ef fólkið í brekkunni í Herjólfsdal fengi að njóta sín meira í hljóðnemum Ríkisútvarpsins væri hægt að tala um brekku söng fremur en brekkugarg. En því verður ekki neitað að stemningin í brekkunni er óborganleg undir takmörkuðum gítarleik og stór miklu gargi þingmannnsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 19:43
Nokkur orð um auglýsingar
Upp á síðkastið hef ég velt fyrir mér málfarinu á auglýsingunum. Ég hef hugsað um hvort að íslenskt mál sé að breytast og að ég fylgist ekki með eða hvort einhverjir nýbúar sjái um að gera texta auglýsinganna, en nú er víst búið að skera niður við trog íslenskukennslu þeim til handa.
Ein tilkynning, auglýsing vakti athygli mína. Það var svo kallaður gliðis-leikur. Mig rak í rogastans. Hélt að orðið gleði væri í eignarfalli gleiði án stafsins s og því væri hér slæm málvilla á ferðinni. Ekki í anda þess ágæta manns sem stofnaði umrætt fyrirtæki, Ásbjörn Ólafsson hf.. sem flytur inn þjóðarréttinn prins polo.
En í kvöld rann upp fyrir mér ljós.
Þetta átti auðvitað að vera gleði-sleikur.
Auglýsingin hvatti til erotískra athafna. Sum sé eftir að maður hefur neytt prins pólós er upplagt að fara í sleik við elskuna sína.
Svona snilld hlýtur að vera komin frá einhverjum útlendingi sem hefur hugmyndaflugið í lagi og auðgar íslenska tungu og menningu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)