Sönghópur Átvr með tónleika 12. maí næst komanda. Tileinka höfundi þessarar síðu fyrri hluta tónleikanna


Vinir mínir í Sönghópi Átvr hafa sýnt mér þá einstöku vinsemd og heiður að tileinka mér fyrri hluta tónleika sem haldni verða 12. maí næst komanda.
Set fréttatilkynninguna hér fyrir neðan.
Sönghópur ÁtVR heldur tónleika í Reykjavík 12. maí.
Fyrri hluti tónleikanna tileinkaður Gísla Helgasyni í tilefni 60 ára afmælis hans 5. apríl sl.

Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) heldur tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík, laugardaginn 12. maí kl. 15. Á efnisskránni eru Eyjalög og textar.
Stjórnandi er Hafsteinn G. Guðfinnsson.
Miðasala er við innganginn en aðgangseyrir er kr. 2000 og eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Þetta er í þriðja skiptið sem Sönghópurinn heldur vortónleika. Að þessu sinni leikur fimm manna hljómsveit með hópnum, (Föruneyti G. H.,
Árni Áskelsson á slagverk, Ársæll Másson á gítar, Gísli Helgason á blokkflautur, munnhörpur og fleira, Þórólfur Guðnason á bassa og Hafsteinn Guðfinnsson á gítar.

Í þetta sinn verður fyrri hluti tónleikanna tileinkaður lögum Gísla Helgasonar blokkflautuskálds og lagasmiðs í tilefni þess að hann varð nýlega 60 ára en Gísli er í sönghópnum.
Á seinni hluta tónleikanna verða flutt lög og textar úr Eyjum eftir ýmsa höfunda þar á meðal Oddgeir Kristjánsson. Upplýsingar um tónleikana eru á heimasíðu Átthagafélagsins: http://atvreyjar.123.is/

Sönghópurinn hefur verið starfandi í sjö ár og eru félagar um fjörtíu talsins. Æft er reglulega yfir vetrartímann í Kiwanishúsinu í Kópavogi. Með hópnum starfa þrír hljóðfæraleikarar að staðaldri. Aðalverkefni hópsins er að halda á loft lögum og textum úr Vestmannaeyjum en þar er af nógu að taka. Hópurinn hefur sungið víða á Reykjavíkursvæðinu síðustu árin við ýmis tilefni, haldið tónleika í Vestmanneyjum og Reykjavík og einu sinni farið í söngferð erlendis. Sönghópurinn hefur gefið út einn geisladisk með 15 lögum sem heitir â€œÍ æsku minnar spor” og hefur honum verið vel tekið. Diskurinn verður til sölu á tónleikunum.

Félagar í Sönghóp ÁtVR vonast til að sjá sem flesta, sem áhuga hafa á sönglist úr Vestmannaeyjum, á tónleikunum í kirkju Óháða safnaðarins þann 12. maí kl. 15.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband