5.5.2018 | 21:53
Skaftfellingur ve33 happaskip 100 ára
Skaftfellingur kom til landsins 6. maí 1918. Þetta efni er sett hér til þess að minnast aldarafmælis hans en Skaftfellingur er eina skipið sem eftir er af þeim fjórum skipum sem Íslendingar eignuðust í fyrra stríði.
Arnþór og Sigtryggur Helgasynir gáfu út bækling um Skaftfelling þar sem dreginn var saman mikill fróðleikur um skipið.
Sett saman úr nokkrum viðtölum og útvarpsþætti sem undirritaður gerði árið 1975.
Þátturinn var fluttur 18. júlí 1975 og viðtölin nokkru síðar.
Heildartími efnis: 1 klst. 58 mín.
Lesari var í þættinum Jón Múli Árnason, en hann las upp úr bók eftir Helga Lárusson á Klaustri.
1. Í upphafi þáttar flytur Magnús Þ. Jakobsson sem lengi bjó í Skuld í Vestmannaeyjum kvæði sitt Skaftfellska bjarta bygð.
Einar Erlensson, fyrrum kaupfélagsstjóri í Vík í Mýrdal segir frá samgöngum í Skaftafellssýslum, hugmyndum um að kaupa skip til vöruflutninga. fja´rsöfnun til kaupa á Skaftfellingi.
Páll Kristinn Maríusson, var í nokkur skipti á Skaftfellingi og var síðasti skipstjórinn á honum. Páll Kristinn segir frá ýmsum minningum af Skaftfellingi.
2. Jón Högnason skipstjóri fór til Svenborg í Danmörku að sækja Skaftfelling árið 1917. Hann ásamt fleirum þurfti að bíða eftir skipinu í um eitt og hálft ár þar sem það var ekki tilbúið.
Jón lýsir vel smíði skipsins og siglingunni heim. Skaftfellingur var fyrsta skipið sem Jón sigldi um ævina en þeir komu til Vestmannaeyja að morgni 6. maí 1918. Þess skal getið að meiginhluta leiðarinnar sigldu þeir á seglum einsog Jón orðaði það þar sem mjög erfitt var að fá olíu vegna fyrra stríðsins.
3. Sagt frá vöruflutningum Skaftfellings meðfram ströndinni, Páll Kristinn Maríusson segir frá uppskipun í Vík og Einar Erlendsson segir frá afgreiðslu skipsins. Sagt frá slitum hlutafélagsins sem átti Skaftfelling og kaupum Helga Benediktssonar á Skaftfellingi en þá urðu þáttaskil í sögu skipsins.
4. Andrés Gestsson segir frá siglingum í stríðinu, þ. á. m. samskiptum við bandaríska herinn.
5. Þá segir hann frá því þegar Skaftfellingur undir stjórn Páls Þorbjörnssonar skipstjóra bjargaði heilli skipshöfn af þýskum kafbáti árið 1942.
6. Frásögn Andrésar Gestssonar frá því þegar Skaftfellingur kom að línuveiðaranum Fróða skömmu eftir að gerð hafði verið árás á hann.
Skaftfellingur bjargaðist með undraverðum hætti enda átti hann það til að taka til sinna eigin ráða.
7. Einar Sveinn Jóhannsson sem var lengi skipstjóri á Lóðsinum varð skipstjóri á Skafta upp úr 1950, segir frá skipstjórn sinni á honum og taldi að hulinn verndarvættur væri um borð enda hlekktist Skaftfellingi aldrei á. Allir viðmælendur mínir höfðu slíkt á orði og dásömuðu Skaftfelling mjög.
8. Í lokin rekur Páll Kristinn Maríusson síðasti skipstjórinn á Skaftfellingi minningar sínar og segir frá síðasta túrnum á Skaftfellingi sem hefur líklega verið farinn um haustið 1962. en Skaftfellingur kom úr túrnum í ágúst það ár. Ég man þann dag vel þegar hann lagðist að bryggju í Friðarhöfn.
Fljótlega eftir það var honum lagt í Friðarhöfn og síðar árið 1963 um haustið settur í slipp í Vestmannaeyjum þar sem hann kúrði lengi. Endir þáttarins er dramatískur og hreyfði við mörgum sjómanninum þegar þátturinn var fluttur á sínum tíma.
Erfingjar Helga Benediktssonar athafnamanns í Vestmannaeyjum gáfu Sigrúnu Jónsdóttur listakonu Skaftfelling en hún vildi flytja það austur til Víkur í Mýrdal og varðveita hann þar. Það skilyrði fylgdi að Skaftfellingur skyldi fluttur og eigendur Slippsins gáfu eftir slippgjöldin af honum.
Ég minnist samtals föður míns í síma við einhvern og heyrði hann segja að ef Víkurbúar vildu gera Skaftfellingi eitthvað til góða og sýna honum sóma mættu ´þeir hirða hann. Hann lagði mikið á sig til þess að reyna að koma Skaftfellingi þangað þar sem h ann gæti nýst eða honum sómi sýndur.
Þegar Skaftfellingur var settur í slippinn skáhalt á móti Wosbúð og vestan við Eyjabúð og olíuportið sem var, var gengið vel frá honum eftir því sem menn höfðu vit á. En kannski voru verstu mistökin að slá´ekki úr honum hampinn.
Hann var tjargaður og málaður og hefur kannski verið klár til sjóferðar sem aldrei var farin. Síðar kom gos á Heimaey og Skaftfellingur leið mjög fyrir þær hamfarir og tímans tönn.
Gísli Helgason.
Meira efni um Skaftfelling:
https://hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1022012/
Um Skaftfelling ve33 má lesa á eftirfarandi vef:
http://www.heimaslod.is/index.php/Skaftfellingur_VE-33
Samgöngur | Breytt 6.5.2018 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2018 | 14:42
Sveitin milli sanda
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2017 | 23:21
Smáforritið Be my eyes
13.2.2017 | 21:14
Heimsókn á Kópavogshæli - útvarpsþáttur 18. júlí 1974
Árið 1974 gerðum við Andrea Þórðardóttir útvarpsþátt, þar sem við fórum í heimsókn á Kópavogshælið og reyndum að birta mynd af því. Ræddum við stjórnendur og heimilisfólk ásamt nokkrum ungum þroskaþjálfum. Þessi þáttur vakti mikla athygli og hörð viðbrögð á báða bóga. Hann fylgir hér.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2012 | 12:26
Afmælistónleikar til heiðurs syr Paul McCartney á mánudagskvöldið 18. júní í Eldborgarsal Hörpu
http://midi.is/tonleikar/15/253/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 17:45
Er ég ofurviðkvæmur eða hvað?
Við í hljómsveitinni Hugsjónafólkið eða The Vissionaries spiluðum á hlöðulofti Thors Jensens. Þar er himinhátt til lofts og vítt til veggja. Hljómburðurinn undursamlegur.
Margt hef ég heyrt um stórhug Thors, en þvílíkar byggingar sem eru þarna upp frá. Thor var á sinni tíð ekki réttur maður í pólitíkinni á stundum enda tókst bændaliðinu að koma í veg fyrir að áform hans um stórbúskap næðu fram að ganga á Korpúlfsstöðum.
En byggingarnar bera vott um þann stórhug sem þar var að baki.
Það komu ýmsir að hlusta á okkur og takk fyrir það. Þar á meðal einn maður sem ég á að kannast við en gleymi alltaf jafn óðum hver er.
Þegar Halldór Rafnar komst til áhrifa í Blindrafélaginu fyrir um fjórum áratugum hóf hann mikinn áróður fyri því að láta ekki blint eða sjóndapurt fólk geta upp á því hver viðmælandi þess væri, heldur lagði áherslu á að menn kynntu sig. Þannig er það meðal allra siðmenntaðra þjóða.
Flestir hafa tekið þessu vel, en einn og einn eins og þessi alls ekki óleiðinlegi maður virðist fá eitthvað út úr því að særa þá sem ekki þekkja viðmælendur á andlitum. Leitt fyrir eitt bæjarfélag og heilt landshorn að hafa svona mann.
En veðrirð var fagurt í gær, hljómburðurinn frábær og við í stuði.
Það er alveg ótrúleg gróska sem er í starfi myndlistarfólks á Korpúlfsstöðum og mannbætandi að leggja leið sína þangað.
Takk fyrir mig og takk fyrir að mæta á tónleika The Vissionaries.
4.5.2012 | 09:13
Sönghópur Átvr með tónleika 12. maí næst komanda. Tileinka höfundi þessarar síðu fyrri hluta tónleikanna
Vinir mínir í Sönghópi Átvr hafa sýnt mér þá einstöku vinsemd og heiður að tileinka mér fyrri hluta tónleika sem haldni verða 12. maí næst komanda.
Set fréttatilkynninguna hér fyrir neðan.
Sönghópur ÁtVR heldur tónleika í Reykjavík 12. maí.
Fyrri hluti tónleikanna tileinkaður Gísla Helgasyni í tilefni 60 ára afmælis hans 5. apríl sl.
Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) heldur tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík, laugardaginn 12. maí kl. 15. Á efnisskránni eru Eyjalög og textar.
Stjórnandi er Hafsteinn G. Guðfinnsson.
Miðasala er við innganginn en aðgangseyrir er kr. 2000 og eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Þetta er í þriðja skiptið sem Sönghópurinn heldur vortónleika. Að þessu sinni leikur fimm manna hljómsveit með hópnum, (Föruneyti G. H.,
Árni Áskelsson á slagverk, Ársæll Másson á gítar, Gísli Helgason á blokkflautur, munnhörpur og fleira, Þórólfur Guðnason á bassa og Hafsteinn Guðfinnsson á gítar.
Í þetta sinn verður fyrri hluti tónleikanna tileinkaður lögum Gísla Helgasonar blokkflautuskálds og lagasmiðs í tilefni þess að hann varð nýlega 60 ára en Gísli er í sönghópnum.
Á seinni hluta tónleikanna verða flutt lög og textar úr Eyjum eftir ýmsa höfunda þar á meðal Oddgeir Kristjánsson. Upplýsingar um tónleikana eru á heimasíðu Átthagafélagsins: http://atvreyjar.123.is/
Sönghópurinn hefur verið starfandi í sjö ár og eru félagar um fjörtíu talsins. Æft er reglulega yfir vetrartímann í Kiwanishúsinu í Kópavogi. Með hópnum starfa þrír hljóðfæraleikarar að staðaldri. Aðalverkefni hópsins er að halda á loft lögum og textum úr Vestmannaeyjum en þar er af nógu að taka. Hópurinn hefur sungið víða á Reykjavíkursvæðinu síðustu árin við ýmis tilefni, haldið tónleika í Vestmanneyjum og Reykjavík og einu sinni farið í söngferð erlendis. Sönghópurinn hefur gefið út einn geisladisk með 15 lögum sem heitir â€œÍ æsku minnar spor” og hefur honum verið vel tekið. Diskurinn verður til sölu á tónleikunum.
Félagar í Sönghóp ÁtVR vonast til að sjá sem flesta, sem áhuga hafa á sönglist úr Vestmannaeyjum, á tónleikunum í kirkju Óháða safnaðarins þann 12. maí kl. 15.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 21:39
Er velferðarráðherrann fallinn á prófinu?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 20:33
Um rafbækur og margt fleira skemmtilegt
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2011 | 14:05
Guðfinna Gyða Guðmundsdóttir tækniteiknari, Ninna - minning
Í gær var hringt til mín og sagt að hún Ninna hefði dáið mánudaginn 21. febrúar. Ninna starfaði alla tíð sem tækniteiknari og var mjög fær á því sviði.
Þegar ég var í þriðja bekk í M. R., ásamt tvíburabróður mínum, var eitt af þeim vandamálum sem þurfti að glýma við stærðfræði, flatarmálsfræðin.
Rósa Guðmundsdóttir, einn stofnenda Blindrafélagsins, systir Ninnu, bað hana að búa til upphleyptar myndir hand okkur tvíburum. Ninna gerði það og eftir það tókust góð kynni með okkur.
Ekki hittumst við oft, en samfundirnir og spjallið varð alltaf jafn innilegt og skemmtilegt. Ninna er einhver sú jákvæðasta og fordómalausasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún átti létt með að setja sig í spor annarra og gat séð spaugilegar hliðar á há alvarlegum málum.
Fyrir réttu ári, um það bil sem hún varð 85 ára, tók ég viðtal við hana fyrir hljóðtímarit Blindrafélagsins, Valdar greinar. Þar sagði Ninna frá æsku sinni og Rósu systur hennar, en þær voru alla tíð nánar og handgengnar hvor annarri. Ninna lýsir því á lifandi hátt hvernig þær gerðu margt saman, fóru í erfiðar gönguferðir og allt eftir því.
Í lok viðtalsins heyrist upptaka þar sem Rósa Guðmundsdóttir raular frumsamin brag um stofnun Blindrafélagsins. Braginn flutti hún á 40 ára afmælishófi félagsins, 19. ágúst 1979. Arnþór Helgason hljóðritaði.
Ég læt viðtalið við hana Ninnu, ásamt söng Rósu systur hennar fylgja hér og minnist þessarar góðu vinkonu minnar með hlýju og virðingu.
Rétt fyrir jólin síðustu hittumst við og þá sagði hún mér að hún ætti kannski hámark fimm mánuði ólfifaða. Mánuðirnir hérna megin urðu aðeins færri. Hún er nú horfin til annars heims og stendur vafalaust við það loforð sem hún gaf mér að svífa um sem léttfleygur engill og gæta að vinum sínum hérna megin.
Ég er viss um að við komu hennar mun glaðværðin í himnaskaranum aukast um 85% og Ninna mun smita glaðværð sinni og góðvild til allra.
Blessuð sé minningin um hana Ninnu.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 13.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)