Stórskemmtileg sölvaferð við Reykjanesvita

Í gær þann 25. júlí efndi Átvr til ferðar að Reykjanesvita. Þar fór fólk niður í fjöru og týndi hver og einn eins mikið af sölvum og hann gat. Sölin þarna við vitann eru mjög bragðgóð. Nokkuð stór og gróf og allt öðruvísi en sölin úti í Eyjum sem eru smágerðari. Myndir af þessu má sjá á heimasíðu Átvr www.atvreyjan.123.is Í sölvaferðinni tók ég viðtal við Hörð Baldvinsson úr Vestmannaeyjum sem hefur farið til sölva ásamt frú sinni í um þrjá áratugi. Viðtalið læt ég hér einhverjum til fróðleiks og skemmtunar. Þetta var góð ferð og útiveran og félagsskapurinn skemmtilegur. Þess skal getið til þess að fyrirbyggja allan misskilning að Átvr er nafn á Átthagafélagi brottfluttra Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband