Nokkur orð um auglýsingar

Þegar auglýsingar voru lesnar á gömlu gufunni en í þá daga voru þær kallaðar tilkynningar hlustaði ég stundum með athygli enda um ágætis fréttaefni að ræða. Síðan þegar Rás 2 og Sjónvarpið komu til sögunnar fóru auglýsingarnar að verða skemmtilega fræðandi svo að hrein unun var á að hlusta.
Upp á síðkastið hef ég velt fyrir mér málfarinu á auglýsingunum. Ég hef hugsað um hvort að íslenskt mál sé að breytast og að ég fylgist ekki með eða hvort einhverjir nýbúar sjái um að gera texta auglýsinganna, en nú er víst búið að skera niður við trog íslenskukennslu þeim til handa.
Ein tilkynning, auglýsing vakti athygli mína. Það var svo kallaður gliðis-leikur. Mig rak í rogastans. Hélt að orðið gleði væri í eignarfalli gleiði án stafsins s og því væri hér slæm málvilla á ferðinni. Ekki í anda þess ágæta manns sem stofnaði umrætt fyrirtæki, Ásbjörn Ólafsson hf.. sem flytur inn þjóðarréttinn prins polo.
En í kvöld rann upp fyrir mér ljós.
Þetta átti auðvitað að vera gleði-sleikur.
Auglýsingin hvatti til erotískra athafna. Sum sé eftir að maður hefur neytt prins pólós er upplagt að fara í sleik við elskuna sína.
Svona snilld hlýtur að vera komin frá einhverjum útlendingi sem hefur hugmyndaflugið í lagi og auðgar íslenska tungu og menningu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður! Ég er hjartanlega sammála því, að íslenskunni hefur farið verulega aftur yfirleitt í hljóðvarpi. En sú auglýsing, sem ég man eftir að hafa verið lengi og oft á döfinni er "Brimborg. Öruggur staður til að vera á." Ætli sé hægt að leita þangað ef kjarnorkustyrjöld skylli á? Eða hvað meina þeir?

Eva Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband