Hugleiðing um Skipið eftir Stefán Mána og Jaðeaugað. Man því miður ekki eftir hvern hún er. Hljóðbækur frá Blindrabókasafni Íslands

Þegar leitað er eftir bókum frá Blindrabókasafni Íslands til útláns þá er þjónustan þar til hreinnar fyrirmyndar og starfsfólk virðist leggja sig fram um að þjóna lánþegum sem best. En lestur hljóðbókanna er auðvitað ærið misjafn og stundum því miður hand ónýtur finnst mér. Ég fékk lánaðar nokkrar hljóðbækur um daginn sem ég hafði beðið nokkuð lengi eftir að vonum enda bækurnar vinsælar. Fyrsta skal nefna Skipið eftir Stefán Mána. Það segir á bókarkápunni að þeir sem byrji að lesa hana geti ekki látið hana frá sér fyrr en að lestri loknum. Ég get hiklaust mælt með þessarri bók. Hún er vel skrifuð, rökföst og efnistökin eru þannig að þau halda manni gjörsamlega föngnum og Stefán Máni er meistari hrollvekjunnar. Víða er bókin sæmilega lesin. Hins vegar verða menn að hafa nærri því stáltaugar til þess að lesa (hlusta á) bókina í einum rykk. Sem sagt ég mæli með þessarri bók. Þá las ég Jaðeaugað, kínverska skáldsögu. Sú bók er ágæt á margan hátt. Fjallar um nútíma kínverska þjóðfélagshætti og hvernig einkaframtakið og kommúnisminn fara eða fara ekki saman. Þar er m.a. lýst þeim gífurlega glundroða sem skapast af efnishyggju hins vestræna heims sem rekst á við alda gamla þjóðfélagshætti. Ég get ekki mælt með hljóðbókinni, hún fellur reyndar vel að mínum smekk og þýðingin og málfarið afbragð á köflum. Hins vegar er lestrinum háttað þannig á mörgum stöðum að mér finnst bókin nær ónýt. Framburður nafna er þannig að mann sundlar á vissan hátt. Því miður má slíkt hið sama segja um Skip Stefáns Mána. Þar eru leiðinlegar lestrar og framburðarvillur sem hefði mátt komast hjá ef fylgst hefði verið með lesurunum og þeim leiðbeint. Annars á víst að ræða á síðu Blindrabókasafnins um hljóðbækur, en þar setti ég svipaðan pistil. En lestur hljóðbóka og frágangur hlýtur að blandast inn í umræðuna. Kærar þakkir annars fyrir góðar hljóðbækur sem gætu margar hverjar verið miklu betri. Enn á Blindrabókasafn Íslands nokkuð í land að verða eitt besta blindrabókasafn í heimi, en full ástæða er til þess að setja markið svo hátt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Gísli.

Ég las skipið eftir Stefán Mána, að vísu ekki í einum rikk

Mér fannst sagan spennandi til að byrja með, en hún er allt of fljót

að missa flugið.

Hún var að mínu mati orðin langdregin og búinn að missa sig í lokin.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 6.9.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband