Um nýjar hljóðbækur og gæðakröfur

Upp á síðkastið hefur verið fjörug umræða um hljóðbækur. Morgunblaðið birti á miðvikudaginn var, 25. júní ágæta fréttaskýringu um útgáfu hljóðbóka hér á landi og hafi blaðamaðurinn bestu þakkir fyrir. Þar kom m. a. fram að Hljóðbók.is hefur keypt allan hljóðbókalager Blindrafélagsins og frumrit þeirra hljóðbóka sem Hljóðbókaklúbburinn gaf út. Fullyrða má að Blindrafélagið hafi verið frumkvöðull útgáfu hljóðbóka hér á landi á almennum markaði. Megnið af þessum hljóðbókum er enn á snældum en unnið verður að því af fullum krafti að færa þær yfir á stafrænt form svo að hægt verði að gefa þær út á diskum eða hafa þær til sölu á netinu. En þetta er háð samningum við höfunda og útgefendur í nokkrum tilvikum.
Nú þegar er búið að ákveða nokkrar útgáfur: Ný hljóðbók er á leiðinni.
það er Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur. Vala Þórsdóttir leikskáld og leikkona les. Aska gerist í Vestmannaeyjum og afar spennandi glæpasaga sem spannar allt frá árinu 1973 þegar eldgosið í Heimaey byrjaði og til dagsins í dag. Þá er að koma út bókin Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson sem er ásamt Yrsu og fleirum frábær glæpasagnahöfundur. Tveir valinkunnir leikarar, Viðar Eggertsson og Róbert Arnfinnsson lesa. Bókin kom fyrst út á snældum fyrir nokkrum árum og hefur nú verið sett á disk. Fleiri bókum verður sagt frá á næstunni.
Í umræðuna um hljóðbækur hefur Blindrabókasafn Íslands blandast enda hefur verið framleiddar þar mikill fjöldi góðra hljóðbóka til útláns.
Tæknilega standast þær hljóðbækur því miður ekki kröfur á almennum markaði. Það stafar af því að um árabil hefur enginn fylgst með innlestri hljóðbókanna og eru lesarar látnir stjórna sér sjálfir. Það gefur augaleið að með slíkum hætti slæðast oft inn leiðinlegar málvillur og allt of oft heyrist þegar lesarar leiðrétta mistök sín.
það er athyglisvert að forstöðumaður Blindrabókasafnsins skuli ekki horfast í augu við þessa staðreynd og reyna að bæta úr þessu. Kannski er viljinn fyrir hendi en fjármagnið eða eitthvað annað skortir.
Þá er athyglisvert að í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var 26. júní telur hún upp nokkra ágætis lesara sem séu fastir lesarar Blindrabókasafnsins. Enn merkilegra er að sumir þessara lesara hafa ekki lesið inn hljóðbækur fyrir Blindrabókasafnið í nokkur ár. En Blindrabókasafnið er þörf stofnun og á allt gott skilið. Óskandi er að það sinni skyldum sínum hvað hljóðbækur til útláns varðar með auknum krafti og meiri gæðum hvað hljóðupptöku varðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband