eru mannorðsþjófar orðnir hvalavinir?

Þegar ég fletti mbl-vefnum í morgun rakst ég á frétt þess efnis að fólk í hvalaskoðunarbátnum Eldingunni hefði hindrað hvalveiðar í gær.
Tekið var fram að um borð í Eldingunni hafi verið fólk frá Alþjóða dýraverndunarsjóðnum sem sagðist ætla að ná mynd af hvalveiðunum og var Sigursteinn Másson þar í forsvari.
Líklega er Sigursteinn þessi fyrrum formaður Geðhjálpar og síðar Öryrkjabandalags Íslands.
Það er mörgum í fersku minni hvernig Sigursteinn kom fram við þáverandi framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins þegar hann hrakti hann fyrirvaralaust úr starfi og gerði það með þeim hætti að mannorði hans var stefnt í voða og í rauninni má segja að um drög að mannorðsmorði hafi verið að ræða.
Svo hraktist Sigursteinn frá Öryrkjabandalaginu og það var athyglisvert að á þeim tveimur aðalfundum sem hann stýrði náði hann engum málum fram. Slíkt var vantraustið á honum innan Öryrkjabandalagsins.
Nú virðist Sigursteinn hafa fundið sér nýjan vettvang sem friðarspillirog má í því sambandi minnast orða Skúla Magnússonar landfógeta sem bjó í Viðey og lét byggja þar kirkju og reisa hina glæsilegu Viðeyjarstofu:
Allt verður Íslands óhamingju að vopni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband