Sakamálaskýrsla lýðveldisins

Nú hefur skýrslan um bankahrunið og þær hörmungar sem það hefur leitt af sér litið dagsins ljós. Ég held að nær allir hljóta að vera sammála um að nefndin sem vann að þessari skýrslu hafi unnið afrek á margan hátt. Blaðamannafundurinn í Iðnó á mánudaginn var, 12. apríl var athyglisverður og eins umfjöllun fjölmiðla um skýrsluna.
Nokkru áður en skýrslan var tilbúin var haft samband við skrifstofu alþingis, forseta þingsins og fleiri og óskað eftir því að skýrslan yrði lesin inn á diska þannig að þeir sem erfitt eiga með venjulegt prentað mál geti kynnt sér skýrsluna. Því miður var ekki orðið við því, þannig að stjórnvöld þessa lands hafa þver brotið upplýsingalög og upplýsingaskylduna sem þau hreykja sér svo af.
Leikarar og annað starfsfólk Borgarleikhússins ákvað að lesa skýrsluna upp hátt í Borgarleikhúsinu og er lestrinum útvarrpað á netinu fyrir alla þá sem vilja hlusta. Þetta er stór gott framtak og hef ég nýtt mér það óspart.
Hinns vegar verður að segja sem er að lesturinn er ærið misjafn. Fólk sem les rekur miisjafnlega mikið í vörðurnar svo að stundum er harla erfitt að hlusta á upplsturinn. Þetta er eins og að afhenda þeim sem hlusta skýrsluna óprófarkalesna.
En starfsfólk Borgarleikhússins á heiður skilið fyrir framtakið.
Starfsmenn Blindrabókasafnsins gera það sem þeir geta til þess að vinna úr upplestrunum hljóðbækur og Ríkisútvarpið hleður þessu niður á hlaðvarpið sitt.
Allt er þetta hið besta mál.
Samtímis mega stjórnvöld þessa lands og þeir embættismenn sem geta ráðið málum skammast sín fyrir aðgerðaleysi sitt til þess að gera skýrsluna öllum aðgengilega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband