Hver verður krossfestur eða grefur sér gröf?

Nú er komið í ljós hvers kyns spillingarbæli Sjálfsstæðisflokkurinn er.
Þeir Sjálfstæðismenn hreyktu sér af því að hafa staðið að lagasetningu sem kvað á um hámarks framlög til stjórnmálaflokkanna. Jafn framt því sem hámarksframlög fyrirtækja og einstaklinga voru minnkuð þeim mun hærri varð ríkisstyrkurinn sem stjórnmálaflokkunum var úthlutað.
Ég ætla ekki að rekja söguna sem allir vita nú hvernig er, sum sé að Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið, rökuðu inn milljónum einum 80 skömmu fyrirr gildistöku laganna og þágu þar að auki ríkisframlagið.
Ég hef aldrei heyrt Sjálfstæðismenn skammast sín eins mikið og þeir virðast gera núna ef þeir meina þá nokkuð með því. Það hefur verið sjaldan eða aldrei komið upp um annað eins siðleysi í íslenskum stjórnmálum nú í seinni tíð. Menn hafa sjaldan orðið vitni að eins mikilli spillingu og vanvirðu við óbreytta kjósendur.
Vonandi fær þjóðin frið fyrir íhaldinu næstu árin. Réttara væri að það skammaðist sín og dragi sig í hlé í stað þess að blóðmjólka þjóðina eins og hverjar aðrar vampírur.
Í kvöldfréttum Sjónvarpsins sagðist Bjarni Benediktsson mundu gefa upp hverjir stóðu að því að ná í fjármuni frá Fl-grúpp og Landsbankanum. Geir Haarde hefur tekið á sig alla ábirgð en eitthvað virðist það velkjast fyrir mönnum hvort hann eigi einn þar sök á.
Hverjum er Bjarni að hlífa?
Eru hagsmunatengslin slík að sannleikurinn þoli ekki dagsljósið?
Ætla þeir Sjálfstæðismennirnir að detta ofan í sömu gröf og Framsóknarmenn að halda áfram að sveipa alla hluti dulúð með nýja formanninn sinn, sem virðist sterk ríkur og veigrar sér við að gera grein fyrir fjármálum sínum og hvernig sá auður skapaðist, hugsanlega með vafasömum hætti þegar formannsfaðirinn var þingmaður og hafði tök á að skara eld að sinni köku? Hversu djúp verður framsóknargröfin að verða til þess að rúma alla þá fjármálaspillingu og fjármuni sem sá flokkur hefur rakað til sín og sinna í valdatíð sinni ásamt Sjálfstæðisflokknum?
Komið hefur í ljós að Framsóknarflokkurinn hafi þegið um 30 milljónir króna árið 1986. Af tryggð við styrkveitendur vilja þeir ekki upplýsa þjóðina um hverjir veittu styrki til flokksins.
Skyldu þá koma í ljós ef framsóknarbókhaldið yrði opnað ýmsir þeir fjármunir sem hafa horfið meðal annars úr sjóðum fyrrum Sambandsfyrirtækjanna eins og t. d. Samvinnutrygginga sem var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.
Iðrun Sjálfstæðismanna verður aldrei nein eða á nokkurn hátt sannfærandi. Þeir reyna sjálf sagt að krossfesta einhvern eða nota sem blóraböggul. Skyldu þeir skila fjármununum með vöxtum og verðbótum? Ef svo er þá væru þeir menn af meiri.
En hið jákvæða við þetta allt saman er að nú rætist vonandi gamall draumur um fall íhaldsins og Framsókn flýtur ekki lengur ofan á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband