13.9.2008 | 10:08
Koma syndir foreldranna niður á ljósmæðrum?
Það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að ljósmæður hafa staðið í harðri kjarabaráttu undan farna daga. Viðbrögð hinns opinbera hafa vægast sagt verið með eindæmum. Þverpólitísk samstaða virðist ríkja um það á Alþingi að styðja beri ljósmæður í kjarabaráttu þeirra. En þeir sem telja sig hafa völdin þumbast við og þverskallast og nýjasta útspil dýralæknisins, sem er fjármálaráðherra er að stefna ljósmæðrum fyrir ólögmætar uppsagnir. Komið hefur fram að ljósmæður hafi reiðst þegar formaður samninganefndar ríkisins lýsti því yfir að afstaða nefndarinnar eða ríkisins hafi ekkert breyst til ljósmæðra frá árinu 1962.
Hvað merrkja þessi orð?
Baráttu kvenna hefur á margan hátt verið líkt við baráttu fatlaðs fólks fyrir tilveru sinni og menntun. Það er löngu vitað að ríkið nýðist að mörgu leiti á fötluðum og konum, skammtar þeim smá vbita af kökunni til þess að halda þeim góðum.
Í orði hverju eru haldnir fundir og gleðisamkomur til þess að básúna góðvild þeirra sem ráða, en þeir hlutir sem eru taldir sjálfsagðir eru ekki sjálfsagðir fyrir þá sem eru fatlaðir eða eru konur.
Fötluðu fólki eru sköpuð oft láglaunastörf eins og konum og margir berjast með harðfylgi fyrir aukinni menntun og starfsframa en fá ekki notið sín af því að þeir eru fatlaðir. En þó njóta þeir þar að auki öflugs stuðnings margs fagfólks sem lyft hefur grettistaki í málefnum fatlaðra og kvenna, og þokað málum þeirra til betri vegar, en má sín lítils oft fyrir ægivaldi ráðandi afla með fólk eins og formann samninganefndar ríkisins í fararbroddi.
Slíkt hið sama virðist uppi á teningnum með ljósmæðurnar. Þær voru til skamms tíma láglaunastétt sem hún er enn og menntun fremur takmörkuð. Nú hefur hinns vegar verið ráðin bót þar á og ljósmæður hafa sótt aukna og mikla menntun í háskóla landsins.
Ef orð formanns samninganefndar ríkisins eru skoðuð ofan í kjölinn má álykta eftirfarandi:
Öll sú framþróun í kjörum fatlaðra og kvenna sem hefur orðið undanfarna áratugi er til einskis og óþurftar. Best er að hafa hlutina í þeim skorðum sem þeir voru, sum sé hafa fatlað fólk og kvenmenn sem óþurftarláglaunalýð sem nýðast má á.
Þá eru hugmyndir kvenna o fatlaðra gerðar að engu þegar þessir hópar fara fram á jafnrétti til móts við aðra í þjóðfélaginu.
Myndi dýralæknirinn ráðherrann fjármála láta líðast ef t. d. bryndlar þessa lands neituðu að sæða kýr af því að þeir væru á svo lágum launum? Mér eru ógleymanleg orð sem mágkona mín ein lét falla fyrir rúmum 15. árum. Þá vorum við Herdís mín á fæðingardeildinni og hún var að koma syni okkar í heimin. Fæðingin var erfið og ég dáðist að rósemi og æðruleysi starfsfólksins á deildinni og sérstaklega ljósmóðurinnar. Verðandi móðirin, eiginkona mín leið mikið og ég vissi ekkert hvernig ég ætti að bera mig að þegar hún háði baráttuna fyrir lífi þess sem var að koma í heiminn. ég sannfærðist æ betur um að hún væri engin hversdagshetja heldur ofurkvenmaður. Sem betur fer gekk allt vel en illa horfði um tíma. Pilturinn komst óskaddaður í heiminn. Þökk sé ljósmóðurinni og öllu hinu starfsfólkinu á fæðingardeildinni. Hún Dóra mágkona mín orðaði það sem svo þegar hún kom að líta á piltinn nýfæddan að hver einasta barnsfæðing væri kraftaverk og oftar en ekki eiga ljósmæðurnar hlut í slíkum kraftaverkum. Væri ekki ráð fyrir ríkið að skipta um formann í samninganefndinni og gefa þeim sem nú situr þar frí? Annað eins hefur nú gerst, en hann fær kannski að sitja af því að hann er þóknanlegur karlhrokum íhaldsins og þyggur sjálf sagt góð laun fyrir. En maður á víst aldrei að glata voninni fyrir betri tíð og blóm í haga og það er eitt víst að ljósmæður eru hetjur sem berjast fyrir lífi þeirra sem koma í heiminn og það er ekki von nema þær vilji uppskera eins og þær sá með ríkulegri góðvild sinni í þágu barna þessa lands og lýðs. Lái þeim hver sem vill eða hvað?
Hvað merrkja þessi orð?
Baráttu kvenna hefur á margan hátt verið líkt við baráttu fatlaðs fólks fyrir tilveru sinni og menntun. Það er löngu vitað að ríkið nýðist að mörgu leiti á fötluðum og konum, skammtar þeim smá vbita af kökunni til þess að halda þeim góðum.
Í orði hverju eru haldnir fundir og gleðisamkomur til þess að básúna góðvild þeirra sem ráða, en þeir hlutir sem eru taldir sjálfsagðir eru ekki sjálfsagðir fyrir þá sem eru fatlaðir eða eru konur.
Fötluðu fólki eru sköpuð oft láglaunastörf eins og konum og margir berjast með harðfylgi fyrir aukinni menntun og starfsframa en fá ekki notið sín af því að þeir eru fatlaðir. En þó njóta þeir þar að auki öflugs stuðnings margs fagfólks sem lyft hefur grettistaki í málefnum fatlaðra og kvenna, og þokað málum þeirra til betri vegar, en má sín lítils oft fyrir ægivaldi ráðandi afla með fólk eins og formann samninganefndar ríkisins í fararbroddi.
Slíkt hið sama virðist uppi á teningnum með ljósmæðurnar. Þær voru til skamms tíma láglaunastétt sem hún er enn og menntun fremur takmörkuð. Nú hefur hinns vegar verið ráðin bót þar á og ljósmæður hafa sótt aukna og mikla menntun í háskóla landsins.
Ef orð formanns samninganefndar ríkisins eru skoðuð ofan í kjölinn má álykta eftirfarandi:
Öll sú framþróun í kjörum fatlaðra og kvenna sem hefur orðið undanfarna áratugi er til einskis og óþurftar. Best er að hafa hlutina í þeim skorðum sem þeir voru, sum sé hafa fatlað fólk og kvenmenn sem óþurftarláglaunalýð sem nýðast má á.
Þá eru hugmyndir kvenna o fatlaðra gerðar að engu þegar þessir hópar fara fram á jafnrétti til móts við aðra í þjóðfélaginu.
Myndi dýralæknirinn ráðherrann fjármála láta líðast ef t. d. bryndlar þessa lands neituðu að sæða kýr af því að þeir væru á svo lágum launum? Mér eru ógleymanleg orð sem mágkona mín ein lét falla fyrir rúmum 15. árum. Þá vorum við Herdís mín á fæðingardeildinni og hún var að koma syni okkar í heimin. Fæðingin var erfið og ég dáðist að rósemi og æðruleysi starfsfólksins á deildinni og sérstaklega ljósmóðurinnar. Verðandi móðirin, eiginkona mín leið mikið og ég vissi ekkert hvernig ég ætti að bera mig að þegar hún háði baráttuna fyrir lífi þess sem var að koma í heiminn. ég sannfærðist æ betur um að hún væri engin hversdagshetja heldur ofurkvenmaður. Sem betur fer gekk allt vel en illa horfði um tíma. Pilturinn komst óskaddaður í heiminn. Þökk sé ljósmóðurinni og öllu hinu starfsfólkinu á fæðingardeildinni. Hún Dóra mágkona mín orðaði það sem svo þegar hún kom að líta á piltinn nýfæddan að hver einasta barnsfæðing væri kraftaverk og oftar en ekki eiga ljósmæðurnar hlut í slíkum kraftaverkum. Væri ekki ráð fyrir ríkið að skipta um formann í samninganefndinni og gefa þeim sem nú situr þar frí? Annað eins hefur nú gerst, en hann fær kannski að sitja af því að hann er þóknanlegur karlhrokum íhaldsins og þyggur sjálf sagt góð laun fyrir. En maður á víst aldrei að glata voninni fyrir betri tíð og blóm í haga og það er eitt víst að ljósmæður eru hetjur sem berjast fyrir lífi þeirra sem koma í heiminn og það er ekki von nema þær vilji uppskera eins og þær sá með ríkulegri góðvild sinni í þágu barna þessa lands og lýðs. Lái þeim hver sem vill eða hvað?
Athugasemdir
Heyr Gísli, góð skrif.
Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.