Morgunnæturþankar um eiginlega ekkert

Þegar þetta er ritað þá er klukkan hér í Merylandfylki rétt orðin hálf eitt að nóttu. Dagurin hefur verið ágætur á margan hátt. Sami brakandi þurrkurinn og gott að lifa og hrærast við að hamast við að gera ekki neitt. Ég hef orðið svo aðframkomin af þeytu um miðjan dag að ég hef neyðst til þess að leggja mig og hvíla mig eftir óannríkið. Það er meira hvað allir hér eru indælir og ágætir. Og það furðulega er að ég hef lent í umræðum um heilsugæslukerfi og sjúkratryggingar við ýmnsa Menn já sem virðast sammála um að að íklega sé evrópska kerfið sem byggir á hugmyndum Bismarks sem var kanslari Þýzkalands ef ég mann rétt. Hér verður fólk að kaupa sig inn í sjúkratryggingakerfi ef atvinnuveitendur gera ekki slíkt. Og svo er sjúkrahúsdvöl hér þannig að ef fólk er ekki vel tryggt þá fara fjármunirnir hratt. Svona endar þetta víst á Íslandi ef íhaldið loðir miklu lengur við landsstjórnina og þannig kuð það vera orðið í Kína einnig. Þeir sem fara á sjúkrahús þar greiða of fjár fyrir góða læknisþjónustu. Svo segir í bókinni Jaðeaugað nema hún ljúgi. En fjölskyldutengsl eru sterk hér og samgangur oft mikill. Menn eiga létt með að gera sér dagamun og alt er einhvern veginn miklu stærra hér en á Fróni. Verslanirnar eru svo stórar sumar að það er ágætis leikfimi að ganga um þær og ýta á unda sér hlöðnum vöruvagni. Sem dæmi um fjöldkyldutengsl þá get ég nefnt að í gær nentum við í dýrindis garðveislu úti í skógi hjá frændfólki vina okkar. Þar var fólk frá tí ára til áttræðs og allir lögðu sitt til málanna, ungir og aldnir. Menn viðruðu ýmsa drauma sína og sögðu frá vonum sínum sem voru æði margar.
Þar var ein kona, tveggja barna móðir og eitthvað yngri en ég sem var búin að fá lóð þarna úti í skóginum. Hún hugðist reisa sér og börnum sínum hús og gera það að einhvers konar ættaróðali og samkomustað fjölskyldunnar. Húsið átti að verða um 500 fermetrar. Borðstofan mjög stór og rúma allt að 70 manns og aðal baðherbergið 7 metra langt og breiddin eftir því. Þá er það ekki óalgengt að afgreiðslufólk í verslunum gefi sig á tal við mannog heilsi og kynni sig og spyrji hvaðan maður sé. En ég minntist á sjúkrakerfi þeirra Bandaríkjamana sem ég þekki nánast lítið. En einn ungur piltur frá suðurríkjum Bandaríkjanna varð ástfangin af norskri stúlku, giftist henni og flutti til Noregs. En því miður skildu þau eftir stutta sambúð og pilturinn flutti aftur til Bandaríkjanna. Þannig vill til að hann er með sykursýki og er háður insúlíni. Hann kveið fyrir að koma heim því að hann þurfti að dvelja í landinu í þrjá mánuði áður en hann kæmist á sjúkratryggingar. Þá tóku norsku læknarnig sig til og gáfu honum einn ársskammt af insúlíni. Þá skilst mér að eftirlaunakerfið sé stundum þannig að ef maki sem hefur hafft eftirlaun fellur frá þá fái eftirlifandi maki engan lífeyri. Fyrir þessu bera margir kvíðoga, sérstaklega konur sem hafa oftar en ekki verið heima vinnandi og sinnt börnum og buru, en hér er svo kallað heimaskólakerfi sem byggist á því að foreldrar kenna örnum sínum heima undir skólann.
Nú hef ég ekki drukkið bjór eða aðra áfenga drykki svo að neinu nemi í bráðum fjóra mánuði og árangurin lætur ekki á sér standa. Efnahagsástandið er betra, ég man frekar hvað ég sagði eða vildi hafa sagt eða hvað ég gerði eða hverju ég gleymdii að muna eftir að gleyma. Ég hef lést um 10 kíló og þyrfti að ná öðrum 15 af mér. Það er mikil hagræðing í að leggjast í ódrykkju eða neyta veiganna í hófi. Frúið hefur hrósað mér fyrir að nú er miklu léttara að finna á mig buxur án þess að þurfa að láta stytta þær og útvíkka. Sum sé: nú hef ég afrekað að skrifa um eiginlega ekki neitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband