Þarf að aflýðvelda Ísland?

Á sunnudagskvöldið var hlustaði ég sem oftar á Andrarímur Guðmundar Andra Thorssonar í Ríkisútvarpi allra landsmanna. Þetta eru yfirleitt sérlega góðir þættir hjá Andra og stundum ekki hægt að sofna út frá þeim. Í áðurnefndum Andrarímum var flutt brot úr viðtali við Kristínu Geirsdóttur ef ég man rétt frá Langanesi. Kristín var jafnaldra móður minnar fædd árið 1908 en Einar Karl Haraldsson tók viðtalið fyrir 23 árum í þáttaröð sem hét Stefnumót við sturlunga. Talið barst að sjálfstæði Íslendinga og af hverju þeir misstu það. Þá kom Kristín með þá athyglisverðu kenningu að forfeður okkar hefðu ekki getað haldi sjálfstæðinu m. a. vegna þess að þá skorti fley og fagrar árar til þess að komast á milli landa og urðu því að treysta á útlenda menn, sérlega norðmenn til þess að flytja varning hingað. Nú hefur mjög skipt til hinns verra í þjóðarbúinu hvað hagsæld varðar. Viðskiptaráðherrann knýr á um evrópuumræðu. Forsætisráðherrann hefur kastað fram þeirri fullyrðingu að íslendingar gætu alveg eins tekið upp dollarann einsog evruna og færir rök fyrir því. Nú er þrengt svo að menningararfinum að sjálft Ríkisútvarpið þarf að fækka starfsfólki. Nógur var niðurskurðurinn fyrir og hvernig skal þá böl bæta? Afleiðing í dagskrárgerð verður sú að enn minna fé verður lagt í t. d. útvarpsleikhúsið sem hefur orðið að endurtaka æ ofan í æ sömu leikritin með stuttu millibili. Voru það hugsanleg mistök að fá sjálfstæði frá danska heimsveldinu á sinni tíð? Hefði verið nær að falla aftur í fang norðmanna? Væri ef til vill ráð til þess að bjarga öllu hér að Ísland yrði úthérað í norska ríkinu og yrði ofurselt lögum þess? Mér skilst að í norskum lögum sé áhersla lögð á verndun mállískna? Kannski gæti Reykjavík orðið höfuðborg Noregs af því að hér er upprunaleg tunga norðurlandaþjóðanna og germanna allra. Það skiptir hvort eð engu hvort höfuðborgin væri á Skandinavíuskaganum eða hérna efst uppi á toppnum af því að samgöngur eru orðnar svo góðar. Mér er sagt að norðmenn séu að endurnýja flugflota norska hersins. Þeir eiga digran olíusjóð og væru ekki í neinum vandræðum með að kippa hér öllu í liðinn. Þá gætu þeir haldið áfram að kalla Snorra Sturluson gamalnorskan ættaðan frá nyrsta héraði ríkisins Íslandi. Spyr sá sem ekki veit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband