10.6.2008 | 22:42
Sumt er varðveitt óvart í fórum Ríkisútvarpsins einsog t. d. kvöldsagan
Áður en ég kem mér að efninu langar mig að þakka þeim sem hafa sett sig í samband við mig og leiðbeint mér með þessa síðu. Það slæðast af og til inn ritvillur. Ég reyni að leiðrétta þær eftir föngum og bið ykkur að virða viljann fyrir verkið.
Um nokkurra ára skeið hefur verið flutt kvöldsaga í Ríkisútvarpið að sumarlagi. Hér fyrrum voru fluttar margar sögur á dag.
það var morgunsaga barnanna, miðdegissaga þegar sól rís hæst, útvarpssagan var á kvöldin og svo var það kvöldsagan sem var á svipuðum tíma og núverandi kvöldsaga.
Núna er verið að flytja Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Einhverja sérstæðustu sakamálasögu sem mér finnst hafa verið samin á hérlenda tungu. Og það er höfundurinn sem les. Gunnar var ekkert sérstakur lesari að mínu mati en það gefur sögunni óneytanlega sérstakan blæ að heyra hann lesa.
Einn tæknimaður hjá útvarpinu sem sá m. a. um að hljóðrita þessa sögu sagði mér að Gunnar hefði lesið söguna beint og bannað hljóðritun. En þeir tæknimenn á útsendingarvaktinni stálust til þess að hljóðrita lestur höfundarins og björguðu þannig menningarverðmætum. Tæknimenn voru kallaðir á þeim dögum magnaraverðir.
Þegar lestur útvarpssagna ber á góma í mín eyru minnast fjölmargir á þýðingu Helga Hjörvars og lestur hans á Bör Börson eftir Johan Falkberget. Lestur Helga þótti svo mikil snilld að götur tæmdust, fundum var frestað, beðið var með bíósýningar og kýrnar héldu í sér á meðan bændur og búalið hlustuðu á Helga. Því miður hefur sá lestur ekki varðveist en í óskalagaþætti Sjómanna frá árinu 1955 las Helgi brot úr sögunni um Bör og sú hljóðritun er til.
Fyrir 30 árum hljóðritaði ég söguna fyrir forvera Blindrabókasafnsins, en þá unnu Borgarbókasafn Reykjavíkur og Blindrafélagið sameiginlega að hljóðbókaútgáfu til útláns. Borgin stóð aðallega undir öllum kostnaði en Blindrafélagið lagði til hljóðverin og starfsmann. Þá las Kristinn Gíslason fyrrum kennari, bróðir Hjálmars Gíslasonar sem var þekktur skemmtikraftur og vann hjá skattinum söguna um Bör. Kristinn náði þessari makalausu hæðni sem er í bókinni að hrein unun var á að hlusta.
Svo var það fyrir 17 árum að ég hljóðritaði lestur Péturs Péturssonar á fyrrihluta bókarinnar um Bör. Rolf Johannsen kostaði upptökuna fyrir Aðalstöðina, en flutningur á lestri Péturs var bannaður.
Í fyrra stóð til að gefa út lestur valinkunns leikara á Bör. En því miður fékkst ekki leyfi til þess.
Því miður hafa margir útvarpslestrar farið í glatkistuna.
Mér er minnisstæður lestur Lárusar Pálssonar leikara á heljarslóðarorustu eftir Benedikt Gröndal sem er afskaplega fyndin og skemmtileg stríðsádeila. Lestur Lárusar sem fluttur var árið 1967 ef ég man rétt var þvílík snilld að það hálfa hefði verið nóg. Það er hugsanlegt að lesturinn sé til á gömlu segulbandi sem við Arnþór bróðir minn áttum en er nú í fórum Ríkisútvarpsins.
Ein af þeim perlum sem lesin hefur verið í útvarpið er Góði dátinn Svejk. Gísli Halldórsson las bókina af svo mikilli innlifun og snilld að fólk þreytist aldrei á að hlusta á hann aftur og aftur. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir að sá lestur yrði eyðilagður.
Reyndar las Gísli sögu eftir Gunnar Gunnarsson líklega í byrjun áttunda áratugarins sem heitir Vikivaki og byggir á þjóðtrú landsmanna um líf eftir dauðann. Ef sá lestur er til hjá útvarpinu mætti gjarnan endurtaka hann. En afrit er til hjá Blindrabókasafninu.
Annars hefur Ríkisútvarpinu verið legið á hálsi fyrir að eyða mörgu efni sem flutt hefur verið. Hér hefur líklega fyrrum ríkt það viðhorf að endurnýta segulböndin af því að fjármagnsskortur háði útvarpinu og sennilegaa hefur starfsmönnum verið uppálagt að spara að ósekju, en svo var smekkur sumra þannig að þeir geymdu aðeins það sem þeim þótti gott. Vonandi verður breyting á þessum viðhorfum eftir því sem tækni við geymslu fleygir fram. Fyrir nokkru heyrði ég viðtal við samlanda minn Pál Magnússon útvarpsstjóra. Hann sagði frá þeim draumi sínum um að gera allt efni segulbandasafn Ríkisútvarpsins aðgengilegt almenningi, bæði hljóð og myndefni. Þá mun renna upp gósentíð fyrir okkur grúskara, sem gætum þá valið úr þeim dýrmætu perlum sem í fórum Ríkisútvarpsins leynast.
Um nokkurra ára skeið hefur verið flutt kvöldsaga í Ríkisútvarpið að sumarlagi. Hér fyrrum voru fluttar margar sögur á dag.
það var morgunsaga barnanna, miðdegissaga þegar sól rís hæst, útvarpssagan var á kvöldin og svo var það kvöldsagan sem var á svipuðum tíma og núverandi kvöldsaga.
Núna er verið að flytja Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Einhverja sérstæðustu sakamálasögu sem mér finnst hafa verið samin á hérlenda tungu. Og það er höfundurinn sem les. Gunnar var ekkert sérstakur lesari að mínu mati en það gefur sögunni óneytanlega sérstakan blæ að heyra hann lesa.
Einn tæknimaður hjá útvarpinu sem sá m. a. um að hljóðrita þessa sögu sagði mér að Gunnar hefði lesið söguna beint og bannað hljóðritun. En þeir tæknimenn á útsendingarvaktinni stálust til þess að hljóðrita lestur höfundarins og björguðu þannig menningarverðmætum. Tæknimenn voru kallaðir á þeim dögum magnaraverðir.
Þegar lestur útvarpssagna ber á góma í mín eyru minnast fjölmargir á þýðingu Helga Hjörvars og lestur hans á Bör Börson eftir Johan Falkberget. Lestur Helga þótti svo mikil snilld að götur tæmdust, fundum var frestað, beðið var með bíósýningar og kýrnar héldu í sér á meðan bændur og búalið hlustuðu á Helga. Því miður hefur sá lestur ekki varðveist en í óskalagaþætti Sjómanna frá árinu 1955 las Helgi brot úr sögunni um Bör og sú hljóðritun er til.
Fyrir 30 árum hljóðritaði ég söguna fyrir forvera Blindrabókasafnsins, en þá unnu Borgarbókasafn Reykjavíkur og Blindrafélagið sameiginlega að hljóðbókaútgáfu til útláns. Borgin stóð aðallega undir öllum kostnaði en Blindrafélagið lagði til hljóðverin og starfsmann. Þá las Kristinn Gíslason fyrrum kennari, bróðir Hjálmars Gíslasonar sem var þekktur skemmtikraftur og vann hjá skattinum söguna um Bör. Kristinn náði þessari makalausu hæðni sem er í bókinni að hrein unun var á að hlusta.
Svo var það fyrir 17 árum að ég hljóðritaði lestur Péturs Péturssonar á fyrrihluta bókarinnar um Bör. Rolf Johannsen kostaði upptökuna fyrir Aðalstöðina, en flutningur á lestri Péturs var bannaður.
Í fyrra stóð til að gefa út lestur valinkunns leikara á Bör. En því miður fékkst ekki leyfi til þess.
Því miður hafa margir útvarpslestrar farið í glatkistuna.
Mér er minnisstæður lestur Lárusar Pálssonar leikara á heljarslóðarorustu eftir Benedikt Gröndal sem er afskaplega fyndin og skemmtileg stríðsádeila. Lestur Lárusar sem fluttur var árið 1967 ef ég man rétt var þvílík snilld að það hálfa hefði verið nóg. Það er hugsanlegt að lesturinn sé til á gömlu segulbandi sem við Arnþór bróðir minn áttum en er nú í fórum Ríkisútvarpsins.
Ein af þeim perlum sem lesin hefur verið í útvarpið er Góði dátinn Svejk. Gísli Halldórsson las bókina af svo mikilli innlifun og snilld að fólk þreytist aldrei á að hlusta á hann aftur og aftur. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir að sá lestur yrði eyðilagður.
Reyndar las Gísli sögu eftir Gunnar Gunnarsson líklega í byrjun áttunda áratugarins sem heitir Vikivaki og byggir á þjóðtrú landsmanna um líf eftir dauðann. Ef sá lestur er til hjá útvarpinu mætti gjarnan endurtaka hann. En afrit er til hjá Blindrabókasafninu.
Annars hefur Ríkisútvarpinu verið legið á hálsi fyrir að eyða mörgu efni sem flutt hefur verið. Hér hefur líklega fyrrum ríkt það viðhorf að endurnýta segulböndin af því að fjármagnsskortur háði útvarpinu og sennilegaa hefur starfsmönnum verið uppálagt að spara að ósekju, en svo var smekkur sumra þannig að þeir geymdu aðeins það sem þeim þótti gott. Vonandi verður breyting á þessum viðhorfum eftir því sem tækni við geymslu fleygir fram. Fyrir nokkru heyrði ég viðtal við samlanda minn Pál Magnússon útvarpsstjóra. Hann sagði frá þeim draumi sínum um að gera allt efni segulbandasafn Ríkisútvarpsins aðgengilegt almenningi, bæði hljóð og myndefni. Þá mun renna upp gósentíð fyrir okkur grúskara, sem gætum þá valið úr þeim dýrmætu perlum sem í fórum Ríkisútvarpsins leynast.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 10.8.2008 kl. 12:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.