8.6.2008 | 22:32
Pílagrímsferð á bítlaslóðir
Um síðustu helgi var ég svo heppinn að slást í för með 100 íslendingum. Flogið var til Manchester og þaðan ekið í rútum til Liverpool.
Tilgangur ferðarinnar var að fara á slóðir bítlanna, fara á tónleika í Kavernklúbbnum með Hljómum sem urðu lokahljómleikar þeirra.
Hápunktur ferðarinnar voru tónleikar með Paul McCartney, en þeir voru haldnir á Manfield road leikvanginum í Liverpool.
Ég ætla ekki að lýsa þessari ferð, en segja aðeins að hún var einstök upplifun. Jakob Frímann Magnússon var fararstjóri en FTT, Félag tónskálda og textahöfunda stóð fyrir þessari ferð. Þarna í för voru ýmsir fjölmiðlamenn. Þar á meðal Ólafur Páll Gunnarsson frá Rás 2. Hann gerði ferðinni góð skil í Rokklandinu sínu í dag. Þátturinn er vafalaust á síðu Ríkisútvarpsins og hvet ég alla bítlaaðdáendur til þess að hlusta á þennan stórgóða þátt og upplifa stemninnguna sem var ógleymanleg og einhver sú mesta upplifun sem ég og fleiri urðum vitni að. Þátturinnn verður á síðu útvarpsins næstu tvær vikurnar.
Þegar við ferðalangar flugum heim að kvöldi þess 2. júní sl. var tilkynnt að Hljómar hefðu slegið lokahljóm svinn í Kavernklúbbnum. Það setti óneitanlega mikinn trega að fólki. Allir þeir fjórmenningarnir, Eggert, Erlingur, Gunni og Rúni voru hetjur kvöldsins 31. maí í Kavernklúbbnum. Það verður að segja sem er að Gunni Þórðar gaf frá sér einhvern þann magnaðasta kraft sem ég hef orðið vitni að. Hann gaus einsog eldfjall og smitaði alla í kringum sig. Hljómatónleikarnir voru einstök upplifun ásamt tónleikum Pauls. Þarna hrönnuðust upp alls kyns minningar æskunnar og þeirra daga sem lifaðir hafa verið hér á Jörðu á ýmsan hátt. Ef það verður efnt til svona bítlaferðar aftur ætla ég að reyna að komast með og upplifa bítlaborgina í þriðja sinn.
Tilgangur ferðarinnar var að fara á slóðir bítlanna, fara á tónleika í Kavernklúbbnum með Hljómum sem urðu lokahljómleikar þeirra.
Hápunktur ferðarinnar voru tónleikar með Paul McCartney, en þeir voru haldnir á Manfield road leikvanginum í Liverpool.
Ég ætla ekki að lýsa þessari ferð, en segja aðeins að hún var einstök upplifun. Jakob Frímann Magnússon var fararstjóri en FTT, Félag tónskálda og textahöfunda stóð fyrir þessari ferð. Þarna í för voru ýmsir fjölmiðlamenn. Þar á meðal Ólafur Páll Gunnarsson frá Rás 2. Hann gerði ferðinni góð skil í Rokklandinu sínu í dag. Þátturinn er vafalaust á síðu Ríkisútvarpsins og hvet ég alla bítlaaðdáendur til þess að hlusta á þennan stórgóða þátt og upplifa stemninnguna sem var ógleymanleg og einhver sú mesta upplifun sem ég og fleiri urðum vitni að. Þátturinnn verður á síðu útvarpsins næstu tvær vikurnar.
Þegar við ferðalangar flugum heim að kvöldi þess 2. júní sl. var tilkynnt að Hljómar hefðu slegið lokahljóm svinn í Kavernklúbbnum. Það setti óneitanlega mikinn trega að fólki. Allir þeir fjórmenningarnir, Eggert, Erlingur, Gunni og Rúni voru hetjur kvöldsins 31. maí í Kavernklúbbnum. Það verður að segja sem er að Gunni Þórðar gaf frá sér einhvern þann magnaðasta kraft sem ég hef orðið vitni að. Hann gaus einsog eldfjall og smitaði alla í kringum sig. Hljómatónleikarnir voru einstök upplifun ásamt tónleikum Pauls. Þarna hrönnuðust upp alls kyns minningar æskunnar og þeirra daga sem lifaðir hafa verið hér á Jörðu á ýmsan hátt. Ef það verður efnt til svona bítlaferðar aftur ætla ég að reyna að komast með og upplifa bítlaborgina í þriðja sinn.
Athugasemdir
Sæll Flautuskáld!
Völlurinn heitir Anfield Road og er heimavöllur sigursælasta félags Englands, Liverpool F.C.
Rokklandið verður endurtekið næstkomandi þriðjudagskvöld eftir fréttir kl. 10.
Eggert, ERlingur, Rúnni Júll og Gunni Þórðar. En engin Engilbert?
Gott hjá þér að skreppa, einstakur staður við Merseyána og nú er borgin einmitt Menningarborg Evrópu.
Magnús Geir Guðmundsson, 9.6.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.