6.5.2012 | 17:45
Er ég ofurviðkvæmur eða hvað?
Í gær var ég svo ljón heppinn að fara upp að Korpúlfsstöðum, en þar voru myndlistarmenn með opnar vinnustofur sínar.
Við í hljómsveitinni Hugsjónafólkið eða The Vissionaries spiluðum á hlöðulofti Thors Jensens. Þar er himinhátt til lofts og vítt til veggja. Hljómburðurinn undursamlegur.
Margt hef ég heyrt um stórhug Thors, en þvílíkar byggingar sem eru þarna upp frá. Thor var á sinni tíð ekki réttur maður í pólitíkinni á stundum enda tókst bændaliðinu að koma í veg fyrir að áform hans um stórbúskap næðu fram að ganga á Korpúlfsstöðum.
En byggingarnar bera vott um þann stórhug sem þar var að baki.
Það komu ýmsir að hlusta á okkur og takk fyrir það. Þar á meðal einn maður sem ég á að kannast við en gleymi alltaf jafn óðum hver er.
Þegar Halldór Rafnar komst til áhrifa í Blindrafélaginu fyrir um fjórum áratugum hóf hann mikinn áróður fyri því að láta ekki blint eða sjóndapurt fólk geta upp á því hver viðmælandi þess væri, heldur lagði áherslu á að menn kynntu sig. Þannig er það meðal allra siðmenntaðra þjóða.
Flestir hafa tekið þessu vel, en einn og einn eins og þessi alls ekki óleiðinlegi maður virðist fá eitthvað út úr því að særa þá sem ekki þekkja viðmælendur á andlitum. Leitt fyrir eitt bæjarfélag og heilt landshorn að hafa svona mann.
En veðrirð var fagurt í gær, hljómburðurinn frábær og við í stuði.
Það er alveg ótrúleg gróska sem er í starfi myndlistarfólks á Korpúlfsstöðum og mannbætandi að leggja leið sína þangað.
Takk fyrir mig og takk fyrir að mæta á tónleika The Vissionaries.
Við í hljómsveitinni Hugsjónafólkið eða The Vissionaries spiluðum á hlöðulofti Thors Jensens. Þar er himinhátt til lofts og vítt til veggja. Hljómburðurinn undursamlegur.
Margt hef ég heyrt um stórhug Thors, en þvílíkar byggingar sem eru þarna upp frá. Thor var á sinni tíð ekki réttur maður í pólitíkinni á stundum enda tókst bændaliðinu að koma í veg fyrir að áform hans um stórbúskap næðu fram að ganga á Korpúlfsstöðum.
En byggingarnar bera vott um þann stórhug sem þar var að baki.
Það komu ýmsir að hlusta á okkur og takk fyrir það. Þar á meðal einn maður sem ég á að kannast við en gleymi alltaf jafn óðum hver er.
Þegar Halldór Rafnar komst til áhrifa í Blindrafélaginu fyrir um fjórum áratugum hóf hann mikinn áróður fyri því að láta ekki blint eða sjóndapurt fólk geta upp á því hver viðmælandi þess væri, heldur lagði áherslu á að menn kynntu sig. Þannig er það meðal allra siðmenntaðra þjóða.
Flestir hafa tekið þessu vel, en einn og einn eins og þessi alls ekki óleiðinlegi maður virðist fá eitthvað út úr því að særa þá sem ekki þekkja viðmælendur á andlitum. Leitt fyrir eitt bæjarfélag og heilt landshorn að hafa svona mann.
En veðrirð var fagurt í gær, hljómburðurinn frábær og við í stuði.
Það er alveg ótrúleg gróska sem er í starfi myndlistarfólks á Korpúlfsstöðum og mannbætandi að leggja leið sína þangað.
Takk fyrir mig og takk fyrir að mæta á tónleika The Vissionaries.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.