20.5.2011 | 21:39
Er velferšarrįšherrann fallinn į prófinu?
Žvķ mišur viršist sįttmįli Sameinušu žjóšanna um réttindi fatlašs fólks léttvęgur fundinn af śrskuršarnefnd ķ Velferšarrįšuneytinu 20.5.2011 Yfirlżsing frį stjórn Blindrafélagsins ķ tiilefni śrskuršar śrskuršarnefndar félagsžjónustu og hśsnęšismįla ķ stjórnsżslukęru um feršažjónustu fyrir blindan einstakling hjį Kópavogsbę. Śrskuršarnefnd félagsžjónustu og hśsnęšismįla kvaš žann 13. maķ s.l. upp śrskurš sinn ķ mįli nr. 1/2011. Ķ mįlinu var tekist į um rétt blinds einstaklings til aš fį feršažjónustu frį Kópavogsbę. Įgreiningur var į milli ašila um žaš hvort slķk žjónusta žyrfti aš taka miš af žörfum hans og miša aš žvķ aš gera hann eins settan og ófatlašan einstakling ķ sömu eša sambęrilegri stöšu eša hvort žaš vęri fullnęgjandi aš veita almenna žjónustu sem ekki nęši žvķ markmiši. Einnig var um žaš deilt hvort rannsóknarskylda hvķldi į Kópavogsbę žannig aš naušsynlegt vęri fyrir bęjarfélagiš aš meta žarfir hvers einstaklings og getu til žįtttöku ķ samfélaginu. Ķ mįlinu reyndi einnig ķ fyrsta sinn į nżtt įkvęši laga um mįlefni fatlašra žess efnis aš viš framkvęmd laganna skuli tekiš miš af žeim alžjóšlegu skuldbindingum sem ķslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum Sįttmįla Sameinušu žjóšanna um réttindi fatlašs fólks. Taldi kęrandi mįlsins aš žaš įkvęši leiddi til žess aš m.a. ętti aš horfa til 20. gr. samnings Sameinušu žjóšanna um mįlefni fatlašra žar sem fjallaš er um ferlimįl einstaklinga, en žar kemur fram: aš Ašildarrķkin skuli gera įrangursrķkar rįšstafanir til žess aš tryggja aš einstaklingum sé gert kleift aš fara allra sinna ferša og tryggja sjįlfstęši fatlašra ķ žeim efnum, eftir žvķ sem frekast er unnt, m.a. meš žvķ: a) aš greiša fyrir žvķ aš fatlašir geti fariš allra sinnaferša meš žeim hętti sem, og žegar, žeim hentar og gegn višrįšanlegu gjaldi, Skemmt er frį žvķ aš segja aš Śrskuršarnefnd félagsžjónustu og hśsnęšismįla stašfesti žann śrskurš Kópavogsbęjar aš ekki žyrfti aš huga aš markmišum laganna žess efnis aš gera fötlušu fólki kleift aš stunda atvinnu, nįm og tómstundir meš sambęrilegum hętti og ófatlašir. Žį var ekki fundiš aš žvķ aš Kópavogsbęr kynnti sér hvorki žarfir kęranda né getu hans til aš lifa ešlilegu lķfi. Žį var ekkert tillit tekiš til žeirra sjónarmiša sem koma fram ķ samningi Sameinušu žjóšanna um réttindi fatlašs fólks. Blindrafélagiš telur žessa nišurstöšu bersżnilega ranga og óvišunandi meš hlišsjón af mannréttindum fatlašra. Žį telur félagiš žaš ótękt aš mįl er varša réttindi fatlašra fįi ašra og óvandašri stjórnsżslumešferš en lög kveša į um. Félagiš vinnur žvķ aš žvķ aš leggja fram kvörtun til umbošsmanns Alžingis vegna mįlsins. Nišurstaša žessa mįls er sįr vonbrigši fyrir žį sem bundiš höfšu vonir viš aš innleišing Sįttmįla Sameinušu žjóšanna um réttindi fatlašs fólks myndi hafa ķ för meš sér breytingar į stjórnsżslumešferš mįlefna fatlašra. Žį er einnig ljóst aš loforš um aš jafnręši skyldi vera mešal fatlašra eftir aš mįlefni žeirra voru flutt til sveitarfélaganna reyndust innihaldslaus. Žannig virtist ótti stjórnar Öryrkjabandalgsins umdir forystu Garšars Sverrissonar um yfirfęrslu mįlefna fatlašra til sveitarfélaganna į rökum reistur. Žessi nišurstaša er dapurleg nišurstaša fyrir žann įgęta mann, Gušbjart Hannesson velferšarrįšherra og gera orš hans og yfirlżsingar marklausar eš öllu.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.