19.2.2011 | 21:45
Hljóðleiðsögn í strætó í Reykjavík - frábært?
Eins og einhverjum er kunnugt er búið að setja sérstakt hljóðleiðsagnarkerfi í sttrætisvagna Reykjavíkur. Það segir til um hvar vagnarnir stoppa. Þessu voru gerð rækileg skil á Völdum greinum, hljóðtímariti Blindrafélagsins, á liðnu ári og er þetta mikið framfaraspor hjá þeim í Strætó.bs, en með þessu er horfið aftur til rúmlega fjörtíu ára þegar nöfn stoppistöðva voru lesin í vögnunum, mörgum til mikills léttis. Hljóðsagnarkerfið gerir okkur sem erum blind eða með mjög skerta sjón mun auðveldara með að ferðast með strætó en áður og er það vel. Sé hljóð-leiðsagnarkerfið ´í Reykjavík borið saman við hliðstæð kerfi erlendis kemur í ljós að í Reykjavíkurvögnunum er kerfið svo lágt stillt að menn þurfa að setja eyrun alveg út til þess að heyra hvað lesið er. Í London, París, Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmim, Gautaborg, Dublin og fleiri stöðum eru hljóðleiðsagnarkerfin stillt þannig að mjög vel heyrist í þeim. Ég hef heyrt utan að mér að margir eru stór hrifnir af þessu kerfi. Það er fjöldinn allur sem á erfitt með að fylgjast með ferðum, annað hvort vegna sjóndepru eða annarrar fötlunar. En svo er dálítið af sjáandi nöldrurum sem kvarta yfir því að þetta sé truflandi. Strætó-menn hafa brugðist þannig við að hækka í kerfinu á einhverjum fáum leiðum þar sem fjöldi blinds eða sjóndapurs fólks á sérstaklega leið um. En er þetta ásættanlegt? Á þetta ekki að ganga yfir allar leiðir ef einhverjir sjóndaprir eða blindir skyldu álpast til þess að þurfa að ferðast með strætó eitthvað annað, þar sem kerfið er svo lágt stillt að erfitt er að greina leiðsögnina, hvað á það þá að gera? Eiga á hættu að fara út á röngum stað? Greiðir þá Strætó.bs fyrir leigubíl til þess að sækja viðkomandi sem veik kannski ekki hvar hann er staddur? Um daginn var ég sem oftar þessar vikurnar á leið í dagvistun á Reykjalundi. Ég treysti á leiðsögnina í leið 15, sem er með allraa lægsta móti. Ég hringdi vegna þessa a'ð á föstudagsmorguninn var, 18. febrúar, heyrðist vart í leiðsögninni og gat sagt hvaða vagn ég hefði tekið og spurði hvort ég fengi aðstoð ef ég færi óvart fram hjá Reykjalundi. þá hefði ég misst af blóðtöku, morgunmat og hjartahjóli sem er mjög mikilvægt í þjálfuninni, auk þess sem það var mjög stressandi að vita ekki hvar ég var, það var enn svo dimmt úti. Svo í Ártúnsbrekkunni var skipt um vagn og þá kom annar vagn með hærri leiðsögn, en hvergi nærri nógu hárri. Ég dáist að þeim hjá Strætó.is að bregðast svona fljótt við. ég held að það sé nauðsynlegt að við látum rækilega heyra í okkur hvort okkur líkar hæðin eða hvort hækka eða lækka þurfi hljóðleiðsögnina í strætó hérlendis. Því hvet ég alla sem nýta sér strætó að láta vita ef eitthvað er að. Annað hvort með því að setja umkvörtun inn á straeto.is eða með því að hringja í síma strætó, 540 2700. Þannig getum við haft áhrif á að þessi góða tækni nýtist okkur. Það virðist vera þannig að þeir sem eru ófatlaðir vilji á flestum sviðum hafa vit fyrir okkur sem erum með fötlun. Það versta er þegar starfsfólk öryrkjafélaga er í þessum gír. En framfarir leiða oftast til góðs og til þess þurfum við að beita áhrifum okkar svo að þær gagnist sem flestum.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.