17.11.2007 | 16:41
stórmarkaðavæðing íslendinga
Heil og sæl.
Svo að ég kynni mig aðeins, þá er ég ættaður úr Vestmannaeyjum og hef þaðan mjög margt mér til ágætis.
Þar sem ég bý nú er hálfgildings þorp innan Reykjavíkur. Stóri Skerjafjörður. Þar hefur verið starfrækt verslun svo lengi sem elstu menn muna. Þegar ég flutti í hverfið var verslunin blómleg og all oft hefur afgreiðslufólkið sinnt sínum störfum með ágætum. Nú er svo komið að nýlega er búið að loka þessari búð, sem hét Skerjaver. Þetta hefst af stórmarkaðsvæðingu íslenska þjóðfélagsins.
Nú verða allir að eiga bíl með tilheyrandi kostnaði. Nú þurfa flest allir að aka út í búð til þess að ná í nauðsynjar. Hver skyldi sparnaðurinn verða af þessu, lægra vöruverð, en aukin bílaeign.
Svo að ég kynni mig aðeins, þá er ég ættaður úr Vestmannaeyjum og hef þaðan mjög margt mér til ágætis.
Þar sem ég bý nú er hálfgildings þorp innan Reykjavíkur. Stóri Skerjafjörður. Þar hefur verið starfrækt verslun svo lengi sem elstu menn muna. Þegar ég flutti í hverfið var verslunin blómleg og all oft hefur afgreiðslufólkið sinnt sínum störfum með ágætum. Nú er svo komið að nýlega er búið að loka þessari búð, sem hét Skerjaver. Þetta hefst af stórmarkaðsvæðingu íslenska þjóðfélagsins.
Nú verða allir að eiga bíl með tilheyrandi kostnaði. Nú þurfa flest allir að aka út í búð til þess að ná í nauðsynjar. Hver skyldi sparnaðurinn verða af þessu, lægra vöruverð, en aukin bílaeign.
Dægurmál | Breytt 10.8.2008 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)