Kvótakerfiðþjóðar eign og hrun bankanna

Nú er rétt bráðum ár síðan hið opinbera leysti til sín Landsbankann, Kaupþing og Glitni sem allir höfðu verið einkavæddir. Þeim sem áttu hlut í bönkunum var ekkert vorkennt þótt margir töpuðu miklum fjármunum.
Nú þegar rætt er um að innkalla kvóta þá sem soðningaríhaldið ásamt fleirum undir forystu Framsóknar hefur sölsað undir sig reka menn upp hávært kvein og tala um þjófnað og segja ekki hægt að innkalla kvóta.
Það er nokkð ljóst lagalega séð að fiskikvótinn er sameign okkar allra hér á landi og því miður staðreynd að fiskkvótinn er notaður í marg víslegum tilgangi.
Sumir nota hann til þess að þurfa ekki að míga í saltan sjó og hagnast á leigu hans.
Til þess að eitthvað rættist úr atvinnumálum voru standveiðar leyfðar og virtist það til góðs. Þó ku hafa verið einhver brögð að því að kvótaeigendur færu á strandveiðar á meðan þeir leigðu út kvótann sinn. Þetta heitir víst að kunna að hagnýta sér ástandið.
Nú er löngu tímabært að ríkið innleisi til sín allan fiskikvótann eins og hann leggur sig og leigi hann út. Þar með yrði þjóðarauðlindinni skilað aftur og allir högnuðust. Þeir sem voru svo vitlausir að kaupa kvóta af öðrum sem voru svo gráðugir að leigja hann frá sér myndu sitja eftir með sárt ennið eins svo sægreifarnir og margir eftir hrunið. Þannig kæmist á jöfnuður í samfélaginu þegar þjóðin hefði fengið sitt.
Þarna væri verðugt verk að vinna fyrir Guðjón vin minn Arnar og fleiri hugsandi embættismenn og sjávarútvegsráðherra sem er líka landbúnaðarráðherra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband