Andrarímur - lokaþáttur á rás 1 páskadag kl. 23:05

Um daginn var haldin mikil alþýðutónlistarhátíð á Kaffi Rósenberg í Reykjavík, Reykjavik folkfestival. Hljómsveitin Spaðar lauk hátíðinni með Guðmund Andra Thórsson í fararbroddi sem söngvara.
Þótt margir séu betri söngmenn en Guðmundur Andri hæfir hann þessari bráðskemmtilegu hljómsveit vel og gefur henni einstakan karakter sem afbragðs raulari.
Ég hitti Andra um nóttina og þá barst útvarpsþátturinn hans, Andrarímur í tal. Þá sagði Andri mér að lokaþátturinn yrði um páskana, sum sé nú á páskadag kl. 23.05, 4. apríl 2010 á rás 1.
Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að grýðarlegur niðurskurður er í dagskrá Ríkisútvarpsins vegna fjárskorts. Þá er gripið til þess ráðs því miður að segja upp lausráðnu dagskrárfólki sem hefur haldið Útvarpinu mikið til uppi um áratugaskeið með margvíslegri og fjölbreyttri dagskrárgerð.
Nær allir sem stunda slíka iðju gera það af hugsjónaástæðum því að launin eru lág. Sá sparnaður sem hlýst af slíkum uppsögnum er varla nema dropi í hafið hvað sparnað varðar. Hlaðið hefur verið undir yfirstjórn Ríkisútvarpsins sem er rándýr með útvarpsstjórann í fararbroddi, og dagskrárgerðarfólk þiggur brotabrot af þeim fjármunum sem fara í rekstur þessarar góðu stofnunar.
Þanga finnst mér og fleirum hafa verið plantað ýmsu fólki sem veit ekki hvað útvarp er, til hvers það er og hvert er hlutverk þess.
Og Guðmundur Andri verður látinn víkja með Andrarímurnar sínar og því miður fleira gott fólk.
Þetta er þyngra en tárum taki. Þetta er afrakstur framsóknarsoðningaríhaldsins, sem hefur unnið leint og ljóst að því að eyðileggja þessa góðu stofnun ásamt innviðum samfélagsins.
Ég samhryggist okkur öllum hvernig komið er og þakka Guðmundi Andra margar ljúfar stundir og frábæra þætti sem mér finnst eiga fáa sína líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband