Í Morgunblaðinu í gær, 19. ÁGÚST, birtist frétt þess efnis að þeir Evald Krog og Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félags Íslands, hefðu gengið á fund Sigursteins
Mássonar og skorað á hann að gefa kost á sér til formennsku í
Öryrkjabandalagi Íslands.
Sigursteinn var kjörinn formaður Öryrkjabandalagsins í október árið 2005.
Hófst þá mikill ófriðartími innan bandalagsins. Hver höndin var uppi á móti
annarri og kom hann engum málum fram sem hann ætlaði sér að aðalstjórnar og aðalfundum bandalagsins.
Sigursteinn stóð fyrir því að þáverandi framkvæmdastjóri var rekinn
fyrirvaralaust úr starfi. Látið var að því liggja að skipulagsbreytingar væru ástæða
brottrekstrarins. Þá var þess einnig getið að ávirðingar framkvæmdastjórans
væru slíkar að ekki borgaði sig að fara nánar út í þær til þess að maðurinn
héldi æru sinni.
Framganga Sigursteins var með þeim hætti að líkja má við mannorðsmorð þar sem rógur og dylgjur réðu ferðinni að hluta.
Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn, Hafdís Gísladóttir.
Á fundi aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands 11. janúar 2007 kom til
snarpra átaka vegna kosninga í stjórn Hússjóðs Öryrkjabandalagsins og beið
Sigursteinn lægri hlut. Sagði hann af sér formennskunni daginn eftir.
Þáverandi ramkvæmdastjóri lét þá einnig af störfum.
Ísland fékk heimastjórn 1. des. 1918 og hefur séð um innanríkismál sín síðan. Því er undarlegt að Evald Krog formaður danska MND-félagsins skuli blanda sér með þessum hætti í málefni Öryrkjabandalags Íslands.
Heimsókn þeirra félaga, Evalds og Guðjóns, er fjölmiðlaatburður sem
Sigursteinn hefur sett á svið, enda maðurinn þaulreyndur blaðamaður.
Svo undarlega vill til að atburð þennan ber upp á 70 ára afmælisdag Blindrafélagsins samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.
Kvíði hefur gripið um sig á meðal starfsmanna Öryrkjabandalags
Íslands vegna þessa máls. Vitað er að Guðmundur Magnússon, núverandi
varaformaður bandalagsins, íhugi nú framboð til formanns Öryrkjabandalagsins.
Flokkur: Mannréttindi | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.