3.8.2009 | 19:12
Brekkusöngur eða brekkugarg
Ég hef notið þess á margan hátt að hlusta á Ríkisútvarpið um verslunarmannahelgina og staðnæmdist stundum við rás 2.
Þar fór einn dagskrárgerðarmaðurinn, Guðni Már Henningsson mikinn um brekkusönginn í Eyjum og taldi þingmanninn sem raular fyrir Eyjamenn eða gargar af hjartans lyst upphafsmann brekkusöngsins.
Í viðtali sem ég átti við Ása í Bæ og flutt var 2. ágúst 1974 sagði Ási frá því að hann hefði á fjórða áratug liðinnar aldar efnt til svo kallaðs brekkusöjgs eins og hann kallaði það, þannig að Ási er upphafsmaður brekkusöngsins.
N nú eru ýmsir farnir að taka upp á þessum sið sem er annað hvort kallaður brekkusöngur eða bryggjusöngur. Í gærvkvöldi var á Stokkseyri bryggjusöngur sem Ólafur Þórarinsson sem löngum er kenndur við hljómsveitina Mána stóð fyrir. Ólafur eða Labbi er stór góður gítaristi og frábær söngvari.
Ég velti fyrir mér hvort útvarpsmenn séu að gera grín að okkur Vestmannaeyingum með því að útvarpa gargi þingmannsins úr Eyjum.
Ég hef verið að vinna í ævisögu Péturs Kristjánssonar söngvara sem lést um aldur fram. Ævisaga Péturs kemur senn út á hljóðbólk í snilldar lestri Gísla Rúnars Jónssonar leikara og rithöfundar.
Ein síðasta hljómsveitin sem Pétur var með kallaðist Gargið og pétur talaði um það að garga hitt og þetta yfir fólk. Pétur var einn besti söngvari sinnar tíðar, söng vel og gargaði af krafti. Þess vegna væri ástæða að tala um brekkugarg og bryggjusöng og útvarpsmenn mættu hafa í huga að ef fólkið í brekkunni í Herjólfsdal fengi að njóta sín meira í hljóðnemum Ríkisútvarpsins væri hægt að tala um brekku söng fremur en brekkugarg. En því verður ekki neitað að stemningin í brekkunni er óborganleg undir takmörkuðum gítarleik og stór miklu gargi þingmannnsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.