Er afnám bindiskyldu bankanna hluti fjármálavandans

Í gær hitti ég mann sem kennir m. a. hagfræði í einum skóla borgarinnar. Fjármálavandinn er einsog gosið á Heimaey fér forðum. Nú ræða allir um fjármálaóveðrið.
Þessi ágæti maður ásamt fleirum hafa sagt að bindiskylda bankanna hafi verið ákveðið stjórntæki sem hægt var að beita og átti að koma m. a. í veg fyrir að illa færi ef eitthvað kæmi upp á.
Eitt sem barst í tal var að Davíð Oddsson seðlabankastjóri afnam bindiskyldu bankanna samkvæmt kröfum þeirra þegar útrásin hófst. . Bindiskyldan fólst í því að af tekjum bankanna voru 10% bundin í sjóð hjá seðlabankanum. Þessi bindiskylda var afnumin eftir beinkavæðingu bankanna.
Er hugsanlegt að þarna sé að leita hluta vandans sem nú er glýmt við?
Mér fannst Geir Haarde vera þreytulegur í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Hann sér fyrir sér himinháan stafla af skuldum sem aukast og aukast. Hann er ekki öfundsverður af aðstöðu sinni einsog við hin sem höfum týnt einhverjum fjármunum í óveðrinu.
Allt þetta minnir óneytanlega á ævintýri H. C. Andersens sem fjallaði um mann sem vildi eignast gull. Hann varð bilaður af öllu gullinu sem reyndist svo vera sölnuð trjálauf ef ég man rétt.
Geir sér nú fall frjálshyggjunnar svo að um munar.
Í dag héldum við frú mitt upp á 23 ára brúðkaupsafmæli okkar.
Frúið eldaði dýrindis grænmetisböku og hafði með grískt sallat.
Og nú styttist enn í að daginn hætti að styttast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband