Þjóðin veit hverjir eru ábirgir fyrir fjármálaósköpunum!

Ég játa að Geir Haarde forsætisráðherra á virðingu mína alla fyrir það hvernig hann tilkynnti okkur um það mammonsóveður sem nú dynur á. Í dag hefur umræðuefnið vart verið annað en þetta óveður. En fólk spyr: Hver séu laun þessara hálaunuðu bankamanna sem hæst trjóna í launaskalanum? Margir hrylltu sig þegar Sigurður Einarsson starfandi stjórnarformaður Kaupþings mætti í kastljósi Sjónvarpsins til þess að gefa einhverl "landsföðurleg" ráð. Það dylst engum að Sigurður hefur staðið sig mjög vel með Kaupþing. En réttlætir það um þrítugföld laun hanns á við þokkalega launað fólk? Lækka launin hjá honum og öðrum ofurlaunumgum? Af hverju varpa fjölmiðlar þessa lands ekki ljósi á ofurlaun þessara manna? Af hverju eru þeir látnir halda áfram störfum sínum og ofurlaunum? Ef hækka ætti einhvern í launum, ætti þá ekki að fimmtugfalda laun ríkisstjórnarinnar vegna þess mikla álags sem öllu þessu fylgir? Í tónlistarbransanum tíðkast það stundum að hljómsveitarstjórar hafi tvö föld laun á við hina í hljómsveitinni. Geir Haarde er góður söngvari og ætti þau vafalaust skilið. Spyr sá sem ekki veit, enda kannski fjármálabjáni. Ég sagði frá viðtali við Vilhjálm Árnason framkvæmdastjóra Félags fjárfesta í norska sjónvarpinu í gær. Nú rétt áðan í Speglinum var viðtal við jhann ásamt Jóni þórissyni hjá VBS-fjárfestingabankanum. Ég læt hljóðskrá fylgja með þessum pistli. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða vonandi til þess að sökudólgar muni dregnir fyrir dóm. Það er álíka fáránlegt að gera það ekki einsog ef einhver dræpi mann þá yrði sagt að ekki skuli horfa aftur heldur til framtíðar. En það fer senn að birta, sólin hækkar á lofti eftir rúma tvo mánuði.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband