29.6.2008 | 21:21
Kvöldgestir Jónasar og nýr útvarpsþulur
Tvö síðast liðin föstudagskvöld hefur Ragnheiður Ásta Pétursdóttir sem nú er fyrrum útvarpsþulur verið gestur Jónasar Jónassonar. Ég verð að láta í ljós þá skoðun að skemmtilegri þætti og áhrifameiri hef ég varla heyrt frá Jónasi í langan tíma.
Jónas fór gjörsamlega á kostum í spjalli við Ragnheiði og mátti vart á milli heyra á köflum hvort ræddi við hvort, Jónas eða Ragnheiður. Jónas rakti ýmsar skemmtilegar minningar sínar úr Útvarpinu og Ragnheiður fléttaði svo skemmtilega inn í. Hún talaði opinskátt um líf sitt og sinna og sagði frá þeim veikindum sem urðu til þess að hún varð að hætta sem útvarpsþulur.
Mig rámar fyrst í Ragnheiði þegar ég var tæpra 10 ára illa haldinn af flensu hér í henni Reykjavík. Var svo veikur að móðir mín blessunin sem verður 100 ára á morgun, kom suður frá vestmanaeyjum til þess að vitja um mig og bróður minn. Þá voru tvær stelpur að reyna sig í Útvarpinu og önnur þeirra, Ragnheiður Ásta varð langlífari þar í rúm 44 ár.
En nú er komin ný kvenrödd sem þulur í útvarpið. Það er rödd Önnu Einarsdóttur leikkonu. Anna er ein besta kvenrödd sem komið hefur að þularhljóðnema í áratugi. Hún er mikill happafengur fyrir Ríkisútvarpið ásamt Sigríði Guðmundsdóttur sem allt of sjaldan heyrist í. Það mætti gera meira af því að þulir persónugerðu Rás 1 en nú er. T. d. kynna sig oftar en nú er gert. Þá myndi gamla vináttutilfinningin koma aftur einsog á tímum Ragnheiðar Ástu, Jóhannesar Arasonar, Jóns Múla, Péturs Péturssonar, Gerðar G. Bjarklind sem enn er að og fleiri.
Jónas fór gjörsamlega á kostum í spjalli við Ragnheiði og mátti vart á milli heyra á köflum hvort ræddi við hvort, Jónas eða Ragnheiður. Jónas rakti ýmsar skemmtilegar minningar sínar úr Útvarpinu og Ragnheiður fléttaði svo skemmtilega inn í. Hún talaði opinskátt um líf sitt og sinna og sagði frá þeim veikindum sem urðu til þess að hún varð að hætta sem útvarpsþulur.
Mig rámar fyrst í Ragnheiði þegar ég var tæpra 10 ára illa haldinn af flensu hér í henni Reykjavík. Var svo veikur að móðir mín blessunin sem verður 100 ára á morgun, kom suður frá vestmanaeyjum til þess að vitja um mig og bróður minn. Þá voru tvær stelpur að reyna sig í Útvarpinu og önnur þeirra, Ragnheiður Ásta varð langlífari þar í rúm 44 ár.
En nú er komin ný kvenrödd sem þulur í útvarpið. Það er rödd Önnu Einarsdóttur leikkonu. Anna er ein besta kvenrödd sem komið hefur að þularhljóðnema í áratugi. Hún er mikill happafengur fyrir Ríkisútvarpið ásamt Sigríði Guðmundsdóttur sem allt of sjaldan heyrist í. Það mætti gera meira af því að þulir persónugerðu Rás 1 en nú er. T. d. kynna sig oftar en nú er gert. Þá myndi gamla vináttutilfinningin koma aftur einsog á tímum Ragnheiðar Ástu, Jóhannesar Arasonar, Jóns Múla, Péturs Péturssonar, Gerðar G. Bjarklind sem enn er að og fleiri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.