Nýi íslenski talgervillinn gjörsamlega mislukkaður. Opinbert fé út um gluggann

Í fyrra var því slegið upp í blöðum að kominn væri á markaðinn nýr íslenskur talgervill sem kallaðist Ragga. Talgervillinn nýtir rödd Ragnheiðar Clausen sem mig minnir að hafi verið sjónvarpsþulur og hafi ljúfþýða rödd.
Þegar Ragga talgervill var settur á markaðinn fékk ég hana til prufu. Eftir miklar væntingar urðu vonbrigðin mjög mikil. Hún Ragga talgervill hljómaði einsog grátklökk gömul kona sem virtist vonsvikin og bitur.
Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til Hex hugbúnáðarhúss sem sá að miklu leiti um gerð talgervils eða hönnun og til þeirra, sem sáu um tungutækniverkefni menntamálaráðuneytisins fengust engin svör hvort gerðar yrðu úrbætur á talgervlinum.
Nú er tungutækniverkefninu lokið. Höskuldur Þráinsson prófessor sem var í þessu verki og hefur sýnt íslenskum talgervlum mikinn áhuga virtist vonsvikinn yfir nýja talgervlinum.
Einn þeirra sem stóðu framarlega í þróun talgervilsins reif kjaft við mig og sagði að notendur hefðu ekkert endilega mest vit á hlutunum.
Nú er það svo að talgervlar nýtast ekki einungis þeim sem sjá ekki til þess að lesa á tölvur, heldur einnig þeim sem vegna ýmissa annarra orsaka eiga erfitt um vik með lestur.
Steininn tók úr í mars síðast liðnum þegar talgervillinn Ragga þagnaði hjá þeim sem hann var settur upp hjá á tölvur, þar á meðal mér. Ég hélt fyrst að um bilun væri að ræða í vélinni minni en fyrir nokkru komst ég að hinu sanna: Ragga er sum sé "dáin" eða flogin burt á vit ókunnra rafrænna sviða. Nú hlýtur að vera keppikefli margra að fá góðan íslenskan talgervil. Hver ber ábirð á þessu með nýja talgervilinn og ætla menn eitthvað að bæta úr? Verður þeim sem fengu talgervilinn nýja bættur skaðinn?
Fyrir um 18 árum var tekinn í notkun íslenskur talgervill. Röddin er ekkert sérstök, en hann hefur dugað fram á þennan dag. Svo fyrir réttum áratug var tekinn í notkun annar talgervill sem er nefndur eftir Snorra Sturlusyni stórbónda í Reykholti í Borgarfirði og skáldi. Sá talgervill er um margt ágætur en dulítið blæstur á máli. Fyrrum menntamálaráðherra Björn Bjarnason lagði sig fram um samskipti á netinu og hefur haft forystu á því sviði. En núverandi menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessum málum. Vonandi eykst sá áhugi og vonandi verður komið í veg fyrir það að opinberum fjármunum verði fleygt út um gluggann þegar um svona mislukkuð verkefni einsog t. d. talgervilinn Röggu varðar, hjálpartæki sem gætu skipt sköpum fyrir þúsundir íslendinga.
Það er undarlegt að ekkert heyrist frá samtökum einsog t. d. Öryrkjabandalagi Íslands, Blindrafélaginu, Félagi lesblindra á Íslandi og fleirum um þetta mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Gísli minn!

Lestu ekki moggan á netinu?

Rögguræsknið er aftur komin í gang og orðin hluti af þjónustunni þar, valkostur líkt og að blogga um frétt!

búið að vekja hana semsagt, en hljómar nú hins vegar ekkert betur en fyrr heyrist mér í það eina skipti sem ég ræsti lesturinn, talar auk þess eða les öllu heldur of hratt fyrir minn smekk.

Virðist því á sama rólinu og áður en hún "fékk sér blundin langa"!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband