7.6.2008 | 23:39
Höskuldur Kárason minning
Þegar ég fletti Morgunblaðinu í dag rakst ég á minningargreinar um Höskuld Kárason. Mann ættaðan að norðan, en bjó í Vestmannaeyjum í rúma þrjá áratugi. Ég játa að mér brá mjög.
Við Höskuldur kynntumst vel um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, en þá var hann sjúkraliði á Dvalarheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12 í Reykjavík. Þar var ég nokkuð tíður gestur á þeim árum. Þegar ég hitti Höskuld fyrst heilsaði hann mér eins og við hefðum þekkst alla ævi og hefðum síðast hisst í gær. Ég tók fljótt eftir því hvað hann var mikill vinur þeirra sem hann umgekkst og gerði allt sem hann gat til þess að leysa úr vanda fólks. Þá var maðurinn með afbrigðum lífsglaður, einstaklega hlýr og gefandi og smitaði út frá sér kátínunni og góðvildinni.
Leikar fóru svo að við Höskuldur urðum góðir vinir og brölluðum margt sem er geymt og alls ekki gleymt. Má t. d. nefna að við fórum ekki ófáar ferðir með Sjálfsbjargarfélögum hingað og þangað og þar lá Höskuldur aldrei á liði sínu ef hann þurfti að aðstoða einhvern.
Það hefur verið líklega árið 1975 sem ég var beðinn um að gera þátt fyrir Ríkisútvarpið sem skyldi fjalla um málefni fatlaðra. Þátturinn var gerður í tilefni alþjóðadags fatlaðra og fluttur ef ég man rétt í september þetta ár. Ég bað Höskuld um að gera þennan þátt með mér og þeir sem til þekktu, forsvarsmenn Sjálfsbjargar í Reykjavík og Sjálfsbjargar landsambands fatlaðra lögðu blessun sína yfir verkið ásamt fleirum.
Við Höskuldur vorum fljótir að átta okkur á efnistökum. Tókum hús á mörgum, ræddum við fjölda fólks og skoðuðum margt. Tókum m. a. út nokkrar byggingar með tilliti til þess hvernig þær hentuðu fötluðu fólki.
Ein þeirra bygginga sem við skoðuðum var stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. Á þeim árum höfðu forseti Íslands og forsætisráðherra aðsetur sitt þar. Við gengum upp að stjórnarráðinu og Höskuldur lýsti tröppuganginum við húsið. Svo stóðum við fyrir framan dyrnar að stjórnarráðinu og komumst að því að þær væru svo mjóar að manneskja í hjólastól eða fötluð á einhvern annan hátt gæti ekki orðið forseti lýðveldisins. Eitthvað spurðist þetta tiltæki okkar út og það varð allt vitlaust og menn tóku að sverja af sér þáttinn og ábirgð sína á honum. En við gáfum okkur hvergi og þátturinn var fluttur.
Við vinirnir glöddumst svo innilega yfir öllum símhringingunum sem dundu á okkur og hlógum okkur máttlausa yfir þeim sem skömmuðu okkur.
Fljótlega veitti ég því athygli að Höskuldur var farinn að tala mikið um Vestmannaeyjar. Það dróst svo upp úr honum að hann hafði kynnst henni Leifu sem var þaðan. Leikar fóru svo að árið eftir þennan þátt eða sama ár áttum við leið á Þjóðhátíð og það urðu miklir fagnaðarfundir á Umferðarmiðstöðinni. Ég hafði byrjað eitthvert forskot á Þjóðhátíðina og við Höskuldur nálguðumst hátíðina af hæfilegum krafti. Þegar svo til Þorlákshafnar kom og í borð í Herjólf leið sjóferðin óvenju fljótt og við fréttum síðar að all flestir hefðu verið sjóveikir nema við. En eftir þetta fór Höskuldur varla úr Eyjum enda giftist hann elskunni sinni, eignaðist með henni börn og buru og tók mikinn þátt í félagslífinu þar.
Fráfall Höskuldar bar skyndilega að á laugardaginn 31. maí. Þá var ég staddur á bítlaslóðum í Liverpool og hugsaði til hans og annarrra vina minna. Með Höskuldi Kárasyni er genginn góður drengur og einstakur. Væru slíkir fleiri til þyrftu t. d. fatlaðir ekki að þurfa að heija stöðuga baráttu fyrir jafnrétti og tilverurétti í þjóðfélagi samtímans. Ég sendi Sigurleifu og afkomendum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þess góða drengs Höskuldar Kárasonar.
Við Höskuldur kynntumst vel um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, en þá var hann sjúkraliði á Dvalarheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12 í Reykjavík. Þar var ég nokkuð tíður gestur á þeim árum. Þegar ég hitti Höskuld fyrst heilsaði hann mér eins og við hefðum þekkst alla ævi og hefðum síðast hisst í gær. Ég tók fljótt eftir því hvað hann var mikill vinur þeirra sem hann umgekkst og gerði allt sem hann gat til þess að leysa úr vanda fólks. Þá var maðurinn með afbrigðum lífsglaður, einstaklega hlýr og gefandi og smitaði út frá sér kátínunni og góðvildinni.
Leikar fóru svo að við Höskuldur urðum góðir vinir og brölluðum margt sem er geymt og alls ekki gleymt. Má t. d. nefna að við fórum ekki ófáar ferðir með Sjálfsbjargarfélögum hingað og þangað og þar lá Höskuldur aldrei á liði sínu ef hann þurfti að aðstoða einhvern.
Það hefur verið líklega árið 1975 sem ég var beðinn um að gera þátt fyrir Ríkisútvarpið sem skyldi fjalla um málefni fatlaðra. Þátturinn var gerður í tilefni alþjóðadags fatlaðra og fluttur ef ég man rétt í september þetta ár. Ég bað Höskuld um að gera þennan þátt með mér og þeir sem til þekktu, forsvarsmenn Sjálfsbjargar í Reykjavík og Sjálfsbjargar landsambands fatlaðra lögðu blessun sína yfir verkið ásamt fleirum.
Við Höskuldur vorum fljótir að átta okkur á efnistökum. Tókum hús á mörgum, ræddum við fjölda fólks og skoðuðum margt. Tókum m. a. út nokkrar byggingar með tilliti til þess hvernig þær hentuðu fötluðu fólki.
Ein þeirra bygginga sem við skoðuðum var stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. Á þeim árum höfðu forseti Íslands og forsætisráðherra aðsetur sitt þar. Við gengum upp að stjórnarráðinu og Höskuldur lýsti tröppuganginum við húsið. Svo stóðum við fyrir framan dyrnar að stjórnarráðinu og komumst að því að þær væru svo mjóar að manneskja í hjólastól eða fötluð á einhvern annan hátt gæti ekki orðið forseti lýðveldisins. Eitthvað spurðist þetta tiltæki okkar út og það varð allt vitlaust og menn tóku að sverja af sér þáttinn og ábirgð sína á honum. En við gáfum okkur hvergi og þátturinn var fluttur.
Við vinirnir glöddumst svo innilega yfir öllum símhringingunum sem dundu á okkur og hlógum okkur máttlausa yfir þeim sem skömmuðu okkur.
Fljótlega veitti ég því athygli að Höskuldur var farinn að tala mikið um Vestmannaeyjar. Það dróst svo upp úr honum að hann hafði kynnst henni Leifu sem var þaðan. Leikar fóru svo að árið eftir þennan þátt eða sama ár áttum við leið á Þjóðhátíð og það urðu miklir fagnaðarfundir á Umferðarmiðstöðinni. Ég hafði byrjað eitthvert forskot á Þjóðhátíðina og við Höskuldur nálguðumst hátíðina af hæfilegum krafti. Þegar svo til Þorlákshafnar kom og í borð í Herjólf leið sjóferðin óvenju fljótt og við fréttum síðar að all flestir hefðu verið sjóveikir nema við. En eftir þetta fór Höskuldur varla úr Eyjum enda giftist hann elskunni sinni, eignaðist með henni börn og buru og tók mikinn þátt í félagslífinu þar.
Fráfall Höskuldar bar skyndilega að á laugardaginn 31. maí. Þá var ég staddur á bítlaslóðum í Liverpool og hugsaði til hans og annarrra vina minna. Með Höskuldi Kárasyni er genginn góður drengur og einstakur. Væru slíkir fleiri til þyrftu t. d. fatlaðir ekki að þurfa að heija stöðuga baráttu fyrir jafnrétti og tilverurétti í þjóðfélagi samtímans. Ég sendi Sigurleifu og afkomendum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þess góða drengs Höskuldar Kárasonar.
Athugasemdir
Myndirðu vera svo vænn að taka eitt S úr 'Hösskuldur' það á að vera 'Höskuldur' Þetta er svo bagalegt að lenda í þessu að ég vildi benda þér á það Þú getur svo bara tekið þessa athugasemd út (stjórnborði þínu)
Fyrirgefðu framhleypnina
Aðalheiður Ámundadóttir, 7.6.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.