17.11.2007 | 21:33
Um útgáfu hljóðbóka fyrir jólin
Nú eru að verða all nokkur ár síðan hljóðbókaútgáfa fyrir almennan markað hófst hér á landi. Hún hefur gengið upp og ofan, en stöðugt eru fleiri bækur gefnar út á hljóðbókum. Nú virðist all nokkur sókn í þessari útgáfu. Við hjá Hljóðbók.is verðum með all nokkra titla auk þess sem við erum í samvinnu við aðra aðila um hljóðbókaútgáfu.
Þá hefur Dimma, bókaforlag staðið sig með eindæmum vel í útgáfu hljóðbóka. Hörpuútgáfan var nokkuð öflug á þessu sviði en nú hefur þeirri útgáfu verið hætt, eða hún sameinuð öðru forlagi.
Þá kom Ormstunga skemmtilega inn í þessa útgáfu á þessu ári, en Stefán Sigurkarlsson lyfjafræðingur hefur sent frá sér nokkrar stórgóðar bækur. Má þar nefna Handan við regnbogann, uppvaxtarsögu manns í Reykjavík, sem var uppi á seinni stríðsárunum. Þessa bók las Stefán sjálfur auk bókar, sem heitir Hólmanespistlar og geymir safn smásagna og pistla sem gætu gerst hvar sem er.
Þá hyggst Hið íslenska bókmenntafélag fara út í útgáfu hljóðbóka og alla vega veit ég um tvær bækur. SZadig eftir Woltari er komin út í lestri Hjalta Rögnvaldssonar og von er á Birtingi í þýðingu Halldórs Laxness. Það er skemmtilegt þegar hljóðbókum á almennum markaði fjölgar. Þá verður úrvalið meira og fólk nýtur bókanna á annan hátt en að lesa þær.
Hjá okkur í Hljóðbók.is nefni ég nokkrar bækur.
Auk tveggja útvarpsleikrita, Mæju spæju og Skugga-Sveins kemur Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson út í snilldar lestri Hallmars Sigurðssonar.
Þá er að koma út bók Jóns Kalmanns Stefánssonar Sumarljós og svo kemur nóttin. Þá bók les Hjalti Rögnvaldsson leikari.
Þá hefur JPV útgáfan hafið útgáfu hljóðbóka og nýtir sér aðstöðu Blindrabókasafns Íslands, þannig að eiginlega má tala um ríkisútgáfu hljóðbóka, séu þessar stofnanir í samvinnu við gerð þeirra. Allt er þetta vel. En það væri full ástæða til þess að hvetja útgefendur til þess að gefa út hljóðbækur samtímis prentuðum bókum. Það eru ómæld menningarverðmæti fólgin í góðum upplestri og ég tala nú ekki um, ef lesararnir eru úr röðum höfundanna sjálfra.
Þá hefur Dimma, bókaforlag staðið sig með eindæmum vel í útgáfu hljóðbóka. Hörpuútgáfan var nokkuð öflug á þessu sviði en nú hefur þeirri útgáfu verið hætt, eða hún sameinuð öðru forlagi.
Þá kom Ormstunga skemmtilega inn í þessa útgáfu á þessu ári, en Stefán Sigurkarlsson lyfjafræðingur hefur sent frá sér nokkrar stórgóðar bækur. Má þar nefna Handan við regnbogann, uppvaxtarsögu manns í Reykjavík, sem var uppi á seinni stríðsárunum. Þessa bók las Stefán sjálfur auk bókar, sem heitir Hólmanespistlar og geymir safn smásagna og pistla sem gætu gerst hvar sem er.
Þá hyggst Hið íslenska bókmenntafélag fara út í útgáfu hljóðbóka og alla vega veit ég um tvær bækur. SZadig eftir Woltari er komin út í lestri Hjalta Rögnvaldssonar og von er á Birtingi í þýðingu Halldórs Laxness. Það er skemmtilegt þegar hljóðbókum á almennum markaði fjölgar. Þá verður úrvalið meira og fólk nýtur bókanna á annan hátt en að lesa þær.
Hjá okkur í Hljóðbók.is nefni ég nokkrar bækur.
Auk tveggja útvarpsleikrita, Mæju spæju og Skugga-Sveins kemur Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson út í snilldar lestri Hallmars Sigurðssonar.
Þá er að koma út bók Jóns Kalmanns Stefánssonar Sumarljós og svo kemur nóttin. Þá bók les Hjalti Rögnvaldsson leikari.
Þá hefur JPV útgáfan hafið útgáfu hljóðbóka og nýtir sér aðstöðu Blindrabókasafns Íslands, þannig að eiginlega má tala um ríkisútgáfu hljóðbóka, séu þessar stofnanir í samvinnu við gerð þeirra. Allt er þetta vel. En það væri full ástæða til þess að hvetja útgefendur til þess að gefa út hljóðbækur samtímis prentuðum bókum. Það eru ómæld menningarverðmæti fólgin í góðum upplestri og ég tala nú ekki um, ef lesararnir eru úr röðum höfundanna sjálfra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.