21.4.2010 | 09:22
forsetabull og blaður
Vinur minn einn fer stundum og lítur á það sem er í blogheimum þennan og hinn daginn.
Í gær rak hann augun í blog sem sameiginlegur vinur okkar að vestan skrifaði þar sem segir að forsetinn sé fífl.
Mér fannst þetta furðuleg fullyrðing þar sem ég held að forsetinn sé ekki fífl. En hann blaðrar full mikið að mínum dómi.
Nú hræðir hann útlendinga með hugsanlega væntanlegu eldgosi úr Kötlu.
Hvað með Reykjaness svæðið. Gæti ekki eins farið að hitna undir þar í kring og á Bessastöðum?
Ég minni á að Helgafell á Heimaey eða umhverfið þar um kring var talin útkulnuð eldstöð. En að mörgum óvörum vaknaði hún til lífsins.
Eftir að núverandi forseti tók við embættinu hafa grínarar landsins keppst um að hæða embættið og það kannski að vonum. Engum datt þetta í hug í tíð frú Vigdísar eða Kristjáns Eldjárn svo að þau tvö séu nefnd, enda er frú Vigdís sönn landsmóðir sem allir virða og dá og gerir engan manna mun. ´Kristján var svipaður, góður landsfaðir og með afbrigðum skemmtilegur eins og Vigdís. Bæði áttu þau hug og hjörtu landsmanna.
Það væri líklega gott fyrir forsetann nú verandi að hafa í huga:
Að þegja er gull
að tala er silfur.
Þá mætti hann líka hafa í huga vísuna sem ungur maður, nú lands frægur kvað eitt sinn:
"Raupsamur ég oftast er.
All margi það segja.
Helst það myndi henta mér
heimskum manni að þegja".
Í gær rak hann augun í blog sem sameiginlegur vinur okkar að vestan skrifaði þar sem segir að forsetinn sé fífl.
Mér fannst þetta furðuleg fullyrðing þar sem ég held að forsetinn sé ekki fífl. En hann blaðrar full mikið að mínum dómi.
Nú hræðir hann útlendinga með hugsanlega væntanlegu eldgosi úr Kötlu.
Hvað með Reykjaness svæðið. Gæti ekki eins farið að hitna undir þar í kring og á Bessastöðum?
Ég minni á að Helgafell á Heimaey eða umhverfið þar um kring var talin útkulnuð eldstöð. En að mörgum óvörum vaknaði hún til lífsins.
Eftir að núverandi forseti tók við embættinu hafa grínarar landsins keppst um að hæða embættið og það kannski að vonum. Engum datt þetta í hug í tíð frú Vigdísar eða Kristjáns Eldjárn svo að þau tvö séu nefnd, enda er frú Vigdís sönn landsmóðir sem allir virða og dá og gerir engan manna mun. ´Kristján var svipaður, góður landsfaðir og með afbrigðum skemmtilegur eins og Vigdís. Bæði áttu þau hug og hjörtu landsmanna.
Það væri líklega gott fyrir forsetann nú verandi að hafa í huga:
Að þegja er gull
að tala er silfur.
Þá mætti hann líka hafa í huga vísuna sem ungur maður, nú lands frægur kvað eitt sinn:
"Raupsamur ég oftast er.
All margi það segja.
Helst það myndi henta mér
heimskum manni að þegja".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.